Innlent

Málþing um mansal eftir leiksýningu

Úr leikritinu Lilju sem Leikfélag Akureyrar sýnir við vinsældir um þessar mundir.
Úr leikritinu Lilju sem Leikfélag Akureyrar sýnir við vinsældir um þessar mundir.

Leikfélag Akureyrar stendur fyrir málþingi um mansal í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Málþingið fer fram að lokinni sýningu á leikritinu Lilju. Leikritið byggir á sannsögulegu kvikmyndinni Lilja 4-ever og segir frá örlögum sextán ára stúlku frá Litháen sem seld var mansali í kynlífsiðnað til Svíþjóðar.

Á málþinginu sem hlotið hefur yfirskriftina, mansal á Íslandi - viðbrögð, taka meðal annars til máls Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona Stígamóta, sem einnig á sæti í nýstofnuðum viðbragðshópi gegn mansali á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dagskráin hefst kl. 15.- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×