Innlent

Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans var afgreitt úr fjárlaganefnd Alþingis í kvöld með atkvæðum stjórnarmeirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Varaformaður nefndarinnar á von á því að frumvarpið verði lagt fram sem þingmál á morgun.

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir að fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni hafi talið að málið væri ekki fullrætt og að betur þyrfti að fara yfir álit efnahags- og skattanefndar. „Að mati meirihlutans kom ekkert nýtt fram í álitum nefndarinnar sem kallaði á frekari umræður. Þetta voru sömu atriði og rætt var um í sumar,“ segir þingmaðurinn.

„Ég ekki von á öðru en að það verði lagt fram sem þingmál á morgun og það verður þá hugsanlega tekið til annarrar umræðu í vikunni,“ segir Björn Valur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×