Meirihlutinn sagður sýna skólunum vanvirðingu 17. nóvember 2009 04:30 Nemendur í Réttarholtsskóla þreyta samræmd próf. Fulltrúi skólastjóra telur skólastarfi sýnd vanvirða með því að skipa aðeins stjórnmálamenn í starfshóp um námsmat í grunnskólum.fréttablaðið/teitur „Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjórar og kennarar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um námsmat í grunnskólum, vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta í ráðinu. Hreiðar segir sjálfsagt að skoða hvernig námsmati er háttað í skólum, en skipan hópsins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bakgrunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nemendur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðsins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á unglingastigi. Hreiðar segir borgina hafa markað sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhaldsskólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar sigtryggsson Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
„Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjórar og kennarar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um námsmat í grunnskólum, vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta í ráðinu. Hreiðar segir sjálfsagt að skoða hvernig námsmati er háttað í skólum, en skipan hópsins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bakgrunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nemendur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðsins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á unglingastigi. Hreiðar segir borgina hafa markað sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhaldsskólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar sigtryggsson
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira