Innlent

Síbrotamaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður á Akureyri hlaut í dag fangelsisdóm fyrir ýmis brot.

Maðurinn er meðal annars dæmdur fyrir að hafa haft samræði við yngri stúlku. Stúlkan, sem hann svaf hjá er fædd árið 1993. Hún var 14 ára þegar brotin voru framin og voru þau kærustupar um tíma. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi frá ársbyrjun til ágústmánaðar 2008 haft 50 sinnum samfarir við stúlkuna.

Þá er maðurinn jafnframt dæmdur fyrir að skalla lögreglumann, fyrir vörslu á 100 grömmum af maríjuana og fyrir að aka undir áhrifum fíknefna. Maðurinn hlaut 18 mánaða fangelsisdóm en þar af eru 15 mánuðir skilorðsbundnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×