Innlent

Fái 32 milljónir fyrir vegstæðið

Eigendur jarðarinnar Miðfells við Þingvallavatn eiga að fá 32 milljónir króna vegna eignarnáms á samtals 13,45 hekturum lands undir vegstæði nýs Lyngdalsheiðarvegar.

Eigendur Miðfells, sem eru hátt í fimmtíu talsins, kröfðust samtals 378 milljóna króna í bætur. Meðal annars var deilt um það hversu verðmætt hið óbyggða land væri sem sumarbústaðalóðir og landeigendurnir töldu að bæta ætti fyrir stærra landsvæði en Vegagerðin ætlaði að taka eignarnámi. Mikið bar í milli því Vegagerðin fyrir sitt leyti vildi aðeins greiða tæplega 6,8 milljónir í bætur. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×