Fleiri fréttir Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald. 16.11.2009 16:15 Oslóartréð höggvið við hátíðlega athöfn Jólatréð sem Oslóarbúar munu gefa Íslendingum þetta árið var höggvið við hátíðlega athöfn í dag. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Noregi, og Margit F. Tveiten, sendiherra Norges á Íslandi. Ljósin á trénu verða svo tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli þann 29. nóvember næstkomandi. Í ár eru liðin 58 ár síðan að Oslóarbúar gáfu Íslendingum fyrst jólatré. 16.11.2009 15:04 Umhverfisráðherra boðar endurskoðun á náttúruverndarlögum Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja endurskoðun á lögum um náttúruvernd með það fyrir augum að styrkja stöðu náttúruverndar í landinu. Í tilkynningu frá Svandísi segir að ráðist sé í endurskoðunina vegna brýnnar þarfar á að styrkja stöðu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða í íslenskum rétti. 16.11.2009 14:38 Alvarlegt ef vitnum er hótað „Það er mjög alvarlegt ef það gerist að menn ætla að beita ógnunum og hótunum gagnvart vitnum i málum," segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Karlmaður var handtekinn í Þorlákshöfn á fimmtudaginn en þar hafði hann í hótunum um að manni mein sem hafði borið vitni gegn honum í dómsmáli daginn áður. Ólafur Helgi segir að það valdi sér ákveðnum áhyggjum að menn hóti ofbeldi í slíkum tilfellum. 16.11.2009 14:25 Veiða síld fyrir utan sjúkrahúsið Síldveiðiskipið Faxi RE er nú á veiðum í Breiðafirði og að sögn skipstjórans, Alberts Sveinssonar, er síldin erfið viðureignar. Skipið fór til veiða síðastliðið fimmtudagskvöld og í gær var Faxi kominn með um 950 tonna afla. Stefnt er að því að ná fullfermi eða rúmlega 1500 tonnum en Albert segir að það ætli að reynast erfiðara en hann átti von á. 16.11.2009 13:52 ASÍ mótmælir hugmyndum um frekari skerðingu fæðingarorlofs Alþýðusamband Íslands leggur til að ákvörðun um frekari skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna verði endurskoðuð. Gert er ráð fyrir að greiðslur í fæðingarorlofssjóð dragist saman um 1,2 milljarða króna á næsta ári. 16.11.2009 13:02 Evrópusambandið opnar sendiskrifstofu á Íslandi Össur Skarphéðinsson untanríkisráðherra undirritaði í dag í Brussel samkomulag um að Evrópusambandið opni sendiskrifstofu á Íslandi. 16.11.2009 12:39 Refaveiðar ekki styrktar en áfram herjað á minkinn Styrkir ríkisins til refaveiða verða felldir niður á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Hins vegar verða minkaveiðar áfram styrktar, á þeim grundvelli á minkurinn sé aðskotadýr í íslenskri náttúru. 16.11.2009 12:24 Meinað að fylgjast með löndun ESB-skipa á karfa af Reykjaneshrygg Ítrekaðar óskir Íslendinga um að fá að fylgjast með löndunum skipa Evrópusambandsins á karfa af Reykjaneshrygg hafa ekki náð fram að ganga og segjast íslensk stjórnvöld afar ósátt við að hafa þurft að samþykkja óbreytta stjórnun veiðanna á ársfundi Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar í London fyrir helgi. 16.11.2009 12:21 Fjárhagsleg staða kvennaathvarfsins bágborin Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir fjárhagsstöðu samtakanna bágborna en samtökunum hefur ítrekað verið synjað um styrki hjá sveitarfélögunum. 16.11.2009 12:11 Hótaði að meiða vitni í dómsmáli Karlmaður var handtekinn í Þorlákshöfn á fimmtudaginn þar sem hann var að leita að aðila sem hafði borið vitni í héraðsdómi í máli sem sá handtekni hafði verið dæmdur í daginn áður. Maðurinn hafði í hótunum um að vinna vitninu mein. 16.11.2009 12:10 Hafdís Helga Ólafsdóttir skipuð skrifstofustjóri Fjármálaráðherra hefur skipað Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, lögfræðing, í stöðu skrifstofustjóra lögfræðisviðs fjármálaráðuneytisins. Embættið var auglýst 25. september síðastliðinn og bárust alls ellefu umsóknir um stöðuna. 16.11.2009 12:07 Handtekinn vegna líkamsárásar á Hótel Selfossi Karlmaður var handtekinn í Hótel Selfoss aðfaranótt föstudags grunaður um að hafa ráðist á annan mann. 16.11.2009 12:00 Kvörtunum vegna lögreglu- og fangelsismála fjölgar Nýjum málum sem Umboðsmaður Alþingis tekur til skoðunar fjölgaði um 11% á árinu 2008, samkvæmt nýútkominni skýrslu embættisins fyrir árið 2008. Í fyrra voru skráð 346 ný mál hjá ebættinu en árið 2007 voru þau 308. 16.11.2009 11:34 Degi íslenskrar tungu fagnað víða Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er nú fagnað í fjórtánda sinn. Í skólum landsins og á vegum margra annarra stofnana og samtaka verður dagsins minnst með einhverju móti. Á vef dags íslenskrar tungu á heimasíðu menntamálaráðueytisins má finna upplýsingar um hluta af því sem fram fer undir merkjum dagsins. 16.11.2009 10:29 Par til yfirheyrslu vegna skotárásar Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri. 16.11.2009 10:12 Fjárlaganefnd ræðir útgjöld ríkisins Fjárlaganefnd Alþingis kom saman um klukkan hálftíu í dag til þess að fara yfir útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins og hittir forsvarsmenn ýmsa ríkisstofnana vegna þess. 16.11.2009 09:38 Ferðamálasamtökin mótmæla hugmyndum um ferðamannaskatt Ferðamálasamtök Íslands mótmæla harðlega hugmyndum um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu og veitingar. Slíkar hækkanir stórskaða þá ímynd sem skapast hefur undanfarið ár meðal erlendra ferðasskipuleggjenda að verðlag á Íslandi sé viðráðanlegt. 16.11.2009 07:43 Handtekinn við grunsamlega iðju í nótt Þá handtók lögreglan mann í miðbæ Reykjavíkur í nótt en til hans sást þar sem hann var að ganga á milli bíla og skima inn um rúður þeirra. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum kom í ljós að hann var með tæki og tól til innbrota á sér auk þess sem hann mun vera þekktur fyrir þesskonar iðju. Hann var einnig undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fékk hann að gista fangageymslur í nótt. 16.11.2009 07:10 Bílstuldur: Skildi hann eftir í gangi Bifreið var stolið við bensínstöð á Ártúnshöfða í nótt. Eigandinn hafði skilið bílinn eftir í gangi á meðan hann fór inn á bensínstöðina og skipti engum togum að einhver óprúttinn vegfarandi ákvað að ræna bílnum. 16.11.2009 07:08 Skotið á mann í Seljahverfi - handtökur framkvæmdar Maður hóf skothríð í Seljahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Lögregla hefur leitað skotmannsins frá því árásin átti sér stað og herma heimildir fréttastofu að einhverjar handtökur hafi verið framkvæmdar en óljóst er hvort sá er skaut úr byssunni sé kominn á bak við lás og slá. 16.11.2009 06:41 Efri skattmörk meðaltekna verði sex hundruð þúsund Stíft hefur verið fundað um skattatillögur ríkisstjórnarinnar um helgina; bæði innan flokkanna og á milli þeirra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir stefnt að því að leggja fyrstu tillögur fyrir ríkisstjórnarfund á morgun. 16.11.2009 06:30 Sprengja stíflur til að bjarga laxastofni Tillögum Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) um framtíðarnýtingu eins víðáttumesta votlendis Evrópu verður fylgt í þaula af frönskum stjórnvöldum. Þau hafa ákveðið að tvær stíflur á vatnasvæðinu, sem eru nálægt Mont-Saint-Michel, frægum ferðamannastað í Normandy, verði fjarlægðar. 16.11.2009 06:00 Stuðningur í boði fyrir umsóknarlönd Ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu (ESB) kann að standa til boða fjárhagsstuðningur til að fást við vaxandi atvinnuleysi. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnu- og félagsmála ESB, hafi boðið fram aðstoð sambandsins á fundi sínum með norrænum vinnumálaráðherrum og fulltrúum þeirra fyrir helgi. 16.11.2009 05:30 Milta sögukennara rofnaði í fjársöfnun Nemendum við Menntaskólann í Hamrahlíð var brugðið á fimmtudag þegar uppátæki þeirra til fjársöfnunar fyrir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans leiddi til þess að ungur sagnfræðikennari, Karl Jóhann Garðarsson, þurfti að leggjast inn á gjörgæsludeild með rofið milta. 16.11.2009 05:00 Vill samræmd próf upp úr grunnskóla Menntaráð Reykjavíkur hefur skipað starfshóp um námsmat í grunnskólum borgarinnar. Meðal þess sem hópurinn á að skoða er hvort rétt sé að samræmd próf verði aftur haldin að vori, en ekki hausti eins og nú er. 16.11.2009 04:30 Íbúar prjóna kærleikstrefil „Okkur fannst það sniðug hugmynd að vera með fasta viðburði hér í miðrými Nýheima þar sem íbúar geta verið með athafnasemi,“ segir Björk Pálsdóttir, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Höfn í Hornafirði. 16.11.2009 04:00 Þolinmæðin senn á þrotum Barack Obama og Dimitrí Medvedev, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, sögðu í gær að tíminn væri við það renna út fyrir Íransstjórn að bregðast við sáttatillögu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar í kjarnorkudeilunni. Obama og Medvedev hittust á fundi Efnahagssamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr. 16.11.2009 04:00 Alls 122 sektaðir í Laugardal Alls þurfa 122 ökumenn að greiða stöðubrotsgjald eftir að hafa lagt ólöglega í nágrenni Laugardalshallarinnar á laugardag þegar Þjóðfundurinn fór þar fram. Stöðubrotsgjald nemur 2.500 krónum , en afsláttur er gefinn af þeirri upphæð ef gjaldið er greitt innan þriggja daga. Gjaldið rennur í Bílastæðasjóð. 16.11.2009 03:15 Fá tvær vikur til þess að afgreiða Icesave Alþingi hefur nú tvær vikur til afgreiða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar en um næstu mánaðamót geta Hollendingar og Bretar sagt samkomulaginu upp einhliða. Formaður fjárlaganefndar vonast til þess að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun. 15.11.2009 18:54 Benedikt Davíðsson er látinn Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, er látinn áttatíu og tveggja ára að aldri. 15.11.2009 19:08 Þingmaður VG formaður Heimssýnar Þingmaður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason ,var í dag kosinn formaður samtaka Heimssýnar á aðalfundi félagsins. Áður gegndi Ragnar Arnald, fyrrum ráðherra, formennskunni. Heimssýn eru samtök gegn aðild að ESB. 15.11.2009 19:24 Rjúpnaskytta fótbrotnaði síðdegis Færa þurfti rjúpnaskyttu á sjúkrahús eftir að skyttan fótbrotnaði við Hungurfit á Rangárvallaafrétti síðdegis í dag. 15.11.2009 19:17 Fleiri karlar en konur á Þjóðfundi Af þeim 1231 fundargesti á Þjóðfundinum í Laugardalshöll í gær voru konur í minnihluta, eða 47 prósent samkvæmt heimasíðu Þjóðfundarins. Á móti voru karlmenn 53 prósent af fundargestum. 15.11.2009 16:12 Tvö þúsund ásælast Haga Viðskiptamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson sagði í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu að tvö þúsund áhugasamir fjárfestar væru tilbúnir að kaupa Haga. 15.11.2009 13:48 Þúsundir horfðu Þjóðfundinn Um 3.500 manns fóru inn á thjodfundur2009.is og horfðu á beina útsendingu frá Þjóðfundinum sem haldin var í Laugardalshöll í gær. Um 1.500 horfðu á útsendinguna um morguninn. 15.11.2009 13:43 Vilja halda prestinum sínum Mikil óánægja ríkir á Selfossi með ákvörðun Kirkjuþings um að sameina Hraungerðis- og Selfossprestaköll. Stofnaður hefur verið hópur sem krefst þess að fallið verði frá ákvörðuninni. 15.11.2009 12:10 Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum fjallvegum samkvæmt vegagerðinni. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og á Klettshálsi. Snjóþekja er á Djúpvegi um Þröskulda. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði og á Þorskafjarðarheiði. 15.11.2009 11:24 Einar Skúlason býður sig fram gegn sitjandi borgarfulltrúa Einar Skúlason, fyrrum framkvæmdarstjóri Alþjóðahússins, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa, í fyrsta sætið í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer í lok nóvember. 15.11.2009 10:10 TIME: Íslensk tíska blómstrar í bankahruninu Tímaritið Time fjallar um óvæntan vöxt íslenskrar tísku eftir bankahrunið á heimasíðu sinni og ræðir við nokkra íslenska búðareigendur á Laugveginum. Meðal annars er rætt við Báru Hólmgeirsdóttur, fatahönnuð sem rekur búðina Aftur. Hún segir í viðtalinu að hönnuðir hafi hagnast á hruninu. 15.11.2009 09:53 Erill í Reykjavík og eldur í Reykjanesbæ Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um 100 mál voru tilkynnt sem verður að teljast nokkuð mikið. Talsvert var af fólki í miðbæ Reykjavíkur og var eitthvað um stympingar og hávaðaútköll. Tíu manns gistu fangageymslur og fimm voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. 15.11.2009 09:28 Ljósið var lofsteinn sem splundraðist með tilþrifum „Þetta var örugglega lofsteinn sem splundraðist með tilþrifum,“ segir Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af stjórnendum vefjarins Stjörnuskoðun.is. Þegar framburður sjónarvottanna sem sáu mikla ljósrák á himni síðdegis er borinn undir Sævar segir hann lýsingarnar ríma nokkurn veginn við það að lofsteinn hafi splundrast þegar hann kom inn í gufuhvolfið. 14.11.2009 19:38 Dularfullt ljós á himnum - sennilega stjörnuhrap Allnokkrir hafa hringt inn á fréttastofu og segjast hafa séð skært ljós á himnum sem hrapaði til jarðar. Einn sjónarvotturinn taldi að þarna hafi verið óvanalega bjart stjörnuhrap. Svo virðist sem það hafi verið á suðurlandi en annar sjónarvotturinn sem var gestur í Bláa lóninu sagði fyrirbærið hafa verið svo skært og mikið að það virtist mjög nálægt. Fyrirbærið sást um klukkan hálf sex í kvöld. 14.11.2009 19:05 300 greiðslukort innkölluð vegna misnotkunar Kortafyrirtækið Borgun innkallaði um 300 greiðslukort í dag vegna gruns um að kortin hafi verið afrituð. 14.11.2009 18:57 Íslenska þjóðin hagnaðist líka á risa-lottóvinning Það eru fleiri sem hagnast á víkingalottóvinningi sem heppinn eldri hjón í Kópavogi hrepptu í vikunni. Erlendar skuldir íslenskra heimila gætu lækkað um allt að 300 milljónir króna vegna þessa. 14.11.2009 18:37 Sjá næstu 50 fréttir
Gæsluvarðhalds krafist yfir Þverárselsparinu Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir unga parinu sem grunað er um að hafa skotið á hús við Þverársel í Seljahverfi aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan fjögur í dag. Friðrik Smári sagðist gera ráð fyrir að farið yrði fram á vikulangt varðhald. 16.11.2009 16:15
Oslóartréð höggvið við hátíðlega athöfn Jólatréð sem Oslóarbúar munu gefa Íslendingum þetta árið var höggvið við hátíðlega athöfn í dag. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Noregi, og Margit F. Tveiten, sendiherra Norges á Íslandi. Ljósin á trénu verða svo tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli þann 29. nóvember næstkomandi. Í ár eru liðin 58 ár síðan að Oslóarbúar gáfu Íslendingum fyrst jólatré. 16.11.2009 15:04
Umhverfisráðherra boðar endurskoðun á náttúruverndarlögum Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja endurskoðun á lögum um náttúruvernd með það fyrir augum að styrkja stöðu náttúruverndar í landinu. Í tilkynningu frá Svandísi segir að ráðist sé í endurskoðunina vegna brýnnar þarfar á að styrkja stöðu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða í íslenskum rétti. 16.11.2009 14:38
Alvarlegt ef vitnum er hótað „Það er mjög alvarlegt ef það gerist að menn ætla að beita ógnunum og hótunum gagnvart vitnum i málum," segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Karlmaður var handtekinn í Þorlákshöfn á fimmtudaginn en þar hafði hann í hótunum um að manni mein sem hafði borið vitni gegn honum í dómsmáli daginn áður. Ólafur Helgi segir að það valdi sér ákveðnum áhyggjum að menn hóti ofbeldi í slíkum tilfellum. 16.11.2009 14:25
Veiða síld fyrir utan sjúkrahúsið Síldveiðiskipið Faxi RE er nú á veiðum í Breiðafirði og að sögn skipstjórans, Alberts Sveinssonar, er síldin erfið viðureignar. Skipið fór til veiða síðastliðið fimmtudagskvöld og í gær var Faxi kominn með um 950 tonna afla. Stefnt er að því að ná fullfermi eða rúmlega 1500 tonnum en Albert segir að það ætli að reynast erfiðara en hann átti von á. 16.11.2009 13:52
ASÍ mótmælir hugmyndum um frekari skerðingu fæðingarorlofs Alþýðusamband Íslands leggur til að ákvörðun um frekari skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna verði endurskoðuð. Gert er ráð fyrir að greiðslur í fæðingarorlofssjóð dragist saman um 1,2 milljarða króna á næsta ári. 16.11.2009 13:02
Evrópusambandið opnar sendiskrifstofu á Íslandi Össur Skarphéðinsson untanríkisráðherra undirritaði í dag í Brussel samkomulag um að Evrópusambandið opni sendiskrifstofu á Íslandi. 16.11.2009 12:39
Refaveiðar ekki styrktar en áfram herjað á minkinn Styrkir ríkisins til refaveiða verða felldir niður á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Hins vegar verða minkaveiðar áfram styrktar, á þeim grundvelli á minkurinn sé aðskotadýr í íslenskri náttúru. 16.11.2009 12:24
Meinað að fylgjast með löndun ESB-skipa á karfa af Reykjaneshrygg Ítrekaðar óskir Íslendinga um að fá að fylgjast með löndunum skipa Evrópusambandsins á karfa af Reykjaneshrygg hafa ekki náð fram að ganga og segjast íslensk stjórnvöld afar ósátt við að hafa þurft að samþykkja óbreytta stjórnun veiðanna á ársfundi Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar í London fyrir helgi. 16.11.2009 12:21
Fjárhagsleg staða kvennaathvarfsins bágborin Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir fjárhagsstöðu samtakanna bágborna en samtökunum hefur ítrekað verið synjað um styrki hjá sveitarfélögunum. 16.11.2009 12:11
Hótaði að meiða vitni í dómsmáli Karlmaður var handtekinn í Þorlákshöfn á fimmtudaginn þar sem hann var að leita að aðila sem hafði borið vitni í héraðsdómi í máli sem sá handtekni hafði verið dæmdur í daginn áður. Maðurinn hafði í hótunum um að vinna vitninu mein. 16.11.2009 12:10
Hafdís Helga Ólafsdóttir skipuð skrifstofustjóri Fjármálaráðherra hefur skipað Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, lögfræðing, í stöðu skrifstofustjóra lögfræðisviðs fjármálaráðuneytisins. Embættið var auglýst 25. september síðastliðinn og bárust alls ellefu umsóknir um stöðuna. 16.11.2009 12:07
Handtekinn vegna líkamsárásar á Hótel Selfossi Karlmaður var handtekinn í Hótel Selfoss aðfaranótt föstudags grunaður um að hafa ráðist á annan mann. 16.11.2009 12:00
Kvörtunum vegna lögreglu- og fangelsismála fjölgar Nýjum málum sem Umboðsmaður Alþingis tekur til skoðunar fjölgaði um 11% á árinu 2008, samkvæmt nýútkominni skýrslu embættisins fyrir árið 2008. Í fyrra voru skráð 346 ný mál hjá ebættinu en árið 2007 voru þau 308. 16.11.2009 11:34
Degi íslenskrar tungu fagnað víða Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er nú fagnað í fjórtánda sinn. Í skólum landsins og á vegum margra annarra stofnana og samtaka verður dagsins minnst með einhverju móti. Á vef dags íslenskrar tungu á heimasíðu menntamálaráðueytisins má finna upplýsingar um hluta af því sem fram fer undir merkjum dagsins. 16.11.2009 10:29
Par til yfirheyrslu vegna skotárásar Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri. 16.11.2009 10:12
Fjárlaganefnd ræðir útgjöld ríkisins Fjárlaganefnd Alþingis kom saman um klukkan hálftíu í dag til þess að fara yfir útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins og hittir forsvarsmenn ýmsa ríkisstofnana vegna þess. 16.11.2009 09:38
Ferðamálasamtökin mótmæla hugmyndum um ferðamannaskatt Ferðamálasamtök Íslands mótmæla harðlega hugmyndum um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu og veitingar. Slíkar hækkanir stórskaða þá ímynd sem skapast hefur undanfarið ár meðal erlendra ferðasskipuleggjenda að verðlag á Íslandi sé viðráðanlegt. 16.11.2009 07:43
Handtekinn við grunsamlega iðju í nótt Þá handtók lögreglan mann í miðbæ Reykjavíkur í nótt en til hans sást þar sem hann var að ganga á milli bíla og skima inn um rúður þeirra. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum kom í ljós að hann var með tæki og tól til innbrota á sér auk þess sem hann mun vera þekktur fyrir þesskonar iðju. Hann var einnig undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fékk hann að gista fangageymslur í nótt. 16.11.2009 07:10
Bílstuldur: Skildi hann eftir í gangi Bifreið var stolið við bensínstöð á Ártúnshöfða í nótt. Eigandinn hafði skilið bílinn eftir í gangi á meðan hann fór inn á bensínstöðina og skipti engum togum að einhver óprúttinn vegfarandi ákvað að ræna bílnum. 16.11.2009 07:08
Skotið á mann í Seljahverfi - handtökur framkvæmdar Maður hóf skothríð í Seljahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Lögregla hefur leitað skotmannsins frá því árásin átti sér stað og herma heimildir fréttastofu að einhverjar handtökur hafi verið framkvæmdar en óljóst er hvort sá er skaut úr byssunni sé kominn á bak við lás og slá. 16.11.2009 06:41
Efri skattmörk meðaltekna verði sex hundruð þúsund Stíft hefur verið fundað um skattatillögur ríkisstjórnarinnar um helgina; bæði innan flokkanna og á milli þeirra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir stefnt að því að leggja fyrstu tillögur fyrir ríkisstjórnarfund á morgun. 16.11.2009 06:30
Sprengja stíflur til að bjarga laxastofni Tillögum Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) um framtíðarnýtingu eins víðáttumesta votlendis Evrópu verður fylgt í þaula af frönskum stjórnvöldum. Þau hafa ákveðið að tvær stíflur á vatnasvæðinu, sem eru nálægt Mont-Saint-Michel, frægum ferðamannastað í Normandy, verði fjarlægðar. 16.11.2009 06:00
Stuðningur í boði fyrir umsóknarlönd Ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu (ESB) kann að standa til boða fjárhagsstuðningur til að fást við vaxandi atvinnuleysi. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnu- og félagsmála ESB, hafi boðið fram aðstoð sambandsins á fundi sínum með norrænum vinnumálaráðherrum og fulltrúum þeirra fyrir helgi. 16.11.2009 05:30
Milta sögukennara rofnaði í fjársöfnun Nemendum við Menntaskólann í Hamrahlíð var brugðið á fimmtudag þegar uppátæki þeirra til fjársöfnunar fyrir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans leiddi til þess að ungur sagnfræðikennari, Karl Jóhann Garðarsson, þurfti að leggjast inn á gjörgæsludeild með rofið milta. 16.11.2009 05:00
Vill samræmd próf upp úr grunnskóla Menntaráð Reykjavíkur hefur skipað starfshóp um námsmat í grunnskólum borgarinnar. Meðal þess sem hópurinn á að skoða er hvort rétt sé að samræmd próf verði aftur haldin að vori, en ekki hausti eins og nú er. 16.11.2009 04:30
Íbúar prjóna kærleikstrefil „Okkur fannst það sniðug hugmynd að vera með fasta viðburði hér í miðrými Nýheima þar sem íbúar geta verið með athafnasemi,“ segir Björk Pálsdóttir, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Höfn í Hornafirði. 16.11.2009 04:00
Þolinmæðin senn á þrotum Barack Obama og Dimitrí Medvedev, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, sögðu í gær að tíminn væri við það renna út fyrir Íransstjórn að bregðast við sáttatillögu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar í kjarnorkudeilunni. Obama og Medvedev hittust á fundi Efnahagssamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr. 16.11.2009 04:00
Alls 122 sektaðir í Laugardal Alls þurfa 122 ökumenn að greiða stöðubrotsgjald eftir að hafa lagt ólöglega í nágrenni Laugardalshallarinnar á laugardag þegar Þjóðfundurinn fór þar fram. Stöðubrotsgjald nemur 2.500 krónum , en afsláttur er gefinn af þeirri upphæð ef gjaldið er greitt innan þriggja daga. Gjaldið rennur í Bílastæðasjóð. 16.11.2009 03:15
Fá tvær vikur til þess að afgreiða Icesave Alþingi hefur nú tvær vikur til afgreiða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar en um næstu mánaðamót geta Hollendingar og Bretar sagt samkomulaginu upp einhliða. Formaður fjárlaganefndar vonast til þess að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun. 15.11.2009 18:54
Benedikt Davíðsson er látinn Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, er látinn áttatíu og tveggja ára að aldri. 15.11.2009 19:08
Þingmaður VG formaður Heimssýnar Þingmaður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason ,var í dag kosinn formaður samtaka Heimssýnar á aðalfundi félagsins. Áður gegndi Ragnar Arnald, fyrrum ráðherra, formennskunni. Heimssýn eru samtök gegn aðild að ESB. 15.11.2009 19:24
Rjúpnaskytta fótbrotnaði síðdegis Færa þurfti rjúpnaskyttu á sjúkrahús eftir að skyttan fótbrotnaði við Hungurfit á Rangárvallaafrétti síðdegis í dag. 15.11.2009 19:17
Fleiri karlar en konur á Þjóðfundi Af þeim 1231 fundargesti á Þjóðfundinum í Laugardalshöll í gær voru konur í minnihluta, eða 47 prósent samkvæmt heimasíðu Þjóðfundarins. Á móti voru karlmenn 53 prósent af fundargestum. 15.11.2009 16:12
Tvö þúsund ásælast Haga Viðskiptamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson sagði í viðtali við Egil Helgason í þættinum Silfur Egils í hádeginu að tvö þúsund áhugasamir fjárfestar væru tilbúnir að kaupa Haga. 15.11.2009 13:48
Þúsundir horfðu Þjóðfundinn Um 3.500 manns fóru inn á thjodfundur2009.is og horfðu á beina útsendingu frá Þjóðfundinum sem haldin var í Laugardalshöll í gær. Um 1.500 horfðu á útsendinguna um morguninn. 15.11.2009 13:43
Vilja halda prestinum sínum Mikil óánægja ríkir á Selfossi með ákvörðun Kirkjuþings um að sameina Hraungerðis- og Selfossprestaköll. Stofnaður hefur verið hópur sem krefst þess að fallið verði frá ákvörðuninni. 15.11.2009 12:10
Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum fjallvegum samkvæmt vegagerðinni. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og á Klettshálsi. Snjóþekja er á Djúpvegi um Þröskulda. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði og á Þorskafjarðarheiði. 15.11.2009 11:24
Einar Skúlason býður sig fram gegn sitjandi borgarfulltrúa Einar Skúlason, fyrrum framkvæmdarstjóri Alþjóðahússins, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa, í fyrsta sætið í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer í lok nóvember. 15.11.2009 10:10
TIME: Íslensk tíska blómstrar í bankahruninu Tímaritið Time fjallar um óvæntan vöxt íslenskrar tísku eftir bankahrunið á heimasíðu sinni og ræðir við nokkra íslenska búðareigendur á Laugveginum. Meðal annars er rætt við Báru Hólmgeirsdóttur, fatahönnuð sem rekur búðina Aftur. Hún segir í viðtalinu að hönnuðir hafi hagnast á hruninu. 15.11.2009 09:53
Erill í Reykjavík og eldur í Reykjanesbæ Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um 100 mál voru tilkynnt sem verður að teljast nokkuð mikið. Talsvert var af fólki í miðbæ Reykjavíkur og var eitthvað um stympingar og hávaðaútköll. Tíu manns gistu fangageymslur og fimm voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. 15.11.2009 09:28
Ljósið var lofsteinn sem splundraðist með tilþrifum „Þetta var örugglega lofsteinn sem splundraðist með tilþrifum,“ segir Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af stjórnendum vefjarins Stjörnuskoðun.is. Þegar framburður sjónarvottanna sem sáu mikla ljósrák á himni síðdegis er borinn undir Sævar segir hann lýsingarnar ríma nokkurn veginn við það að lofsteinn hafi splundrast þegar hann kom inn í gufuhvolfið. 14.11.2009 19:38
Dularfullt ljós á himnum - sennilega stjörnuhrap Allnokkrir hafa hringt inn á fréttastofu og segjast hafa séð skært ljós á himnum sem hrapaði til jarðar. Einn sjónarvotturinn taldi að þarna hafi verið óvanalega bjart stjörnuhrap. Svo virðist sem það hafi verið á suðurlandi en annar sjónarvotturinn sem var gestur í Bláa lóninu sagði fyrirbærið hafa verið svo skært og mikið að það virtist mjög nálægt. Fyrirbærið sást um klukkan hálf sex í kvöld. 14.11.2009 19:05
300 greiðslukort innkölluð vegna misnotkunar Kortafyrirtækið Borgun innkallaði um 300 greiðslukort í dag vegna gruns um að kortin hafi verið afrituð. 14.11.2009 18:57
Íslenska þjóðin hagnaðist líka á risa-lottóvinning Það eru fleiri sem hagnast á víkingalottóvinningi sem heppinn eldri hjón í Kópavogi hrepptu í vikunni. Erlendar skuldir íslenskra heimila gætu lækkað um allt að 300 milljónir króna vegna þessa. 14.11.2009 18:37