Atvinnuleysisbætur lækki hjá fólki undir 25 ára aldri 17. nóvember 2009 05:15 Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Mynd/Anton Brink Hluti atvinnuleysisbóta fólks á aldrinum 18 til 24 ára verður notaður til að fjármagna menntunarkosti, gangi eftir hugmyndir í drögum að nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar. Hugmyndirnar voru kynntar fyrir formönnum samtaka vinnumarkaðarins á fundi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Þar er verið að gera ýmsar breytingar, þótt fyrst og fremst sé horft til ungs atvinnulauss fólks og hvernig auka megi virkni þeirra á ný. Samkvæmt gögnum ráðuneytisins falla um 2.500 ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára í hóp þeirra sem eiga við langvarandi atvinnuleysi að stríða. Hugmyndin mun vera að koma þeim hópi sem mest í skóla eða starfsþjálfun. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir að hjá verkalýðsfélögunum hafi menn haft af því áhyggjur að ekki hafi verið nógu mikið lagt upp úr „virknivæðingu" ungs atvinnulauss fólks. „En þær hugleiðingar sem uppi eru núna um að fólk undir 24 ára aldri borgi þessa virknivæðingu sjálft hugnast okkur afar illa," segir hann. Gylfi segist ekki sjá að hæft sé með rökum að halda því fram að þótt fólk sé á ákveðnum aldri eigi að skerða bótarétt þess til að fjármagna virkar aðgerðir í þess þágu. „Við búum við það á Íslandi að hátt hlutfall vinnumarkaðarins hefur takmarkaða menntun. Og við lögðum mikla áherslu á það að fá hér löggjöf um virkar vinnumarkaðsaðgerðir og fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd frá hinu opinbera. Það hefur, við þær aðstæður sem við búum við núna, verið erfitt," segir Gylfi og kveður það meðal annars hafa leitt til þess að ASÍ hafi viljað taka kerfið að sér og nálgast verkefnið á öðrum forsendum. Atvinnurekendur hafi viljað taka þátt í þessu. Áherslurnar í frumvarpsdrögunum segir hann að ýti frekar á breytingar í þessa átt. Gylfi segir skort á sjálfstrausti og vandamál tengd langvarandi atvinnumissi ekki bundin við aldurshópinn 18 til 24 ára og mikilvægt að auka virkni þeirra einstaklinga sem í þessari stöðu séu. „En leiðin til þess er ekki í því falin að svelta fólk inn í úrræðin," segir hann og kveðst treysta orðum ráðherra um að lagst verði í frekari skoðun á málinu áður en nýtt lagafrumvarp verði kynnt. - óká / Sjá síðu 6 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Hluti atvinnuleysisbóta fólks á aldrinum 18 til 24 ára verður notaður til að fjármagna menntunarkosti, gangi eftir hugmyndir í drögum að nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar. Hugmyndirnar voru kynntar fyrir formönnum samtaka vinnumarkaðarins á fundi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Þar er verið að gera ýmsar breytingar, þótt fyrst og fremst sé horft til ungs atvinnulauss fólks og hvernig auka megi virkni þeirra á ný. Samkvæmt gögnum ráðuneytisins falla um 2.500 ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára í hóp þeirra sem eiga við langvarandi atvinnuleysi að stríða. Hugmyndin mun vera að koma þeim hópi sem mest í skóla eða starfsþjálfun. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir að hjá verkalýðsfélögunum hafi menn haft af því áhyggjur að ekki hafi verið nógu mikið lagt upp úr „virknivæðingu" ungs atvinnulauss fólks. „En þær hugleiðingar sem uppi eru núna um að fólk undir 24 ára aldri borgi þessa virknivæðingu sjálft hugnast okkur afar illa," segir hann. Gylfi segist ekki sjá að hæft sé með rökum að halda því fram að þótt fólk sé á ákveðnum aldri eigi að skerða bótarétt þess til að fjármagna virkar aðgerðir í þess þágu. „Við búum við það á Íslandi að hátt hlutfall vinnumarkaðarins hefur takmarkaða menntun. Og við lögðum mikla áherslu á það að fá hér löggjöf um virkar vinnumarkaðsaðgerðir og fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd frá hinu opinbera. Það hefur, við þær aðstæður sem við búum við núna, verið erfitt," segir Gylfi og kveður það meðal annars hafa leitt til þess að ASÍ hafi viljað taka kerfið að sér og nálgast verkefnið á öðrum forsendum. Atvinnurekendur hafi viljað taka þátt í þessu. Áherslurnar í frumvarpsdrögunum segir hann að ýti frekar á breytingar í þessa átt. Gylfi segir skort á sjálfstrausti og vandamál tengd langvarandi atvinnumissi ekki bundin við aldurshópinn 18 til 24 ára og mikilvægt að auka virkni þeirra einstaklinga sem í þessari stöðu séu. „En leiðin til þess er ekki í því falin að svelta fólk inn í úrræðin," segir hann og kveðst treysta orðum ráðherra um að lagst verði í frekari skoðun á málinu áður en nýtt lagafrumvarp verði kynnt. - óká / Sjá síðu 6
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira