Innlent

Áhrif kreppu á velferðarríkið

Guðmundur Jónsson
Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur í dag fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar er Hvað er kreppa? Fyrirlestur Guðmundar ber titilinn Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi.

Guðmundur hyggst velta afleiðingum efnahagslegs óstöðugleika á velferðarríkið fyrir sér og svara þeirri spurningu hvort óstöðugleikinn hafi verið svo mikill að hann hafi hindrað að hér hafi jafnvíðtækt velferðarkerfi og á öðrum Norðurlöndum fest sig í sessi.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×