Innlent

Skipa þingnefnd til að taka við niðurstöðum Rannsóknarnefndar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður segir að frumvarp um nefndina muni líta dagsins ljós á næstunni. Mynd/ Anton.
Ásta Ragnheiður segir að frumvarp um nefndina muni líta dagsins ljós á næstunni. Mynd/ Anton.
Alþingi mun skipa þingmannanefnd sem mun taka fyrir og vinna úr niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd muni leggja fram frumvarp um nefndina á allra næstu dögum. Hún gerir ráð fyrir að nefndin verði skipuð fyrir jól.

„Þetta er í samræmi við lýðræðishefðir í nágrannalöndum okkar. Þá er það þannig að þegar þingin láta vinna fyrir sig skýrslur eins og Rannsóknarnefndin er að vinna fyrir Alþingi að þá skilar nefndin þinginu skýrslu og við því tekur þingnefnd. En af því að við erum ekki með neina fasta þingnefnd til þess að þá verður sett á laggirnar sérstök þingnefnd til þess," segir Ásta Ragnheiður.

Ásta Ragnheiður segir mikilvægt að Alþingi setji síðan á fót fastanefnd til þess að taka við skýrslum sem þessari sem þingið lætur vinna fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×