Innlent

Vonast eftir því að önnur umræða klárist í þessari viku

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var spurður að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann telji líklegt að Alþingi nái að afgreiða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar í þessari viku.

„Vonandi a.m.k. klárast önnur umræða í þessari viku. Það væri mjög æskilegt. En það er reyndar talsverð fjarvera á þingmönnum. Menn eru útlöndum, eins og gengur og gerist og svo er kjördæmahlé á föstudag og mánudag. Þannig að það er í höndum Alþingis hvort hægt verði að klára málið í þessari viku."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×