Innlent

Íslenskur skóli tekur þátt

Á tunglinu. Fjörutíu ár frá fyrstu tunglgöngunni.nordicphotos/AFP
Á tunglinu. Fjörutíu ár frá fyrstu tunglgöngunni.nordicphotos/AFP

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur verið valinn til þess að taka, í samstarfi við Nýherja, þátt í afmælishátíð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA í Bandaríkjunum, sem haldin er í tilefni þess að 40 ár eru um þessar mundir liðin frá því að maður steig fyrst fæti á tunglið.

Skólinn er einn fimm framhaldsskóla utan Bandaríkjanna sem tekur þátt í hátíðinni í gegnum gagnvirka útsendingu frá Johnson Space Center í Bandaríkjunum. Mikil dagskrá verður í skólanum þann 19. nóvember í tengslum við afmælið. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×