Innlent

Nýsköpunarmessa HÍ á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýsköpunarmessan fer fram á Háskólatorgi. Mynd/ Stefán.
Nýsköpunarmessan fer fram á Háskólatorgi. Mynd/ Stefán.
Nýsköpunarmessa Háskóla Íslands fer fram á Háskólatorgi á morgun milli klukkan þrjú og sex. Þá verða ýmis sprotafyrirtæki sem eiga rætur sínar að rekja til HÍ með örkynningar auk þess sem þau kynna starfsemi sína á kynningarbásum á torginu. Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands verða einnig veitt.

Í fréttatilkynningu frá HÍ segir að Nýsköpunarmessan sé ákjósanlegt tækifæri fyrir alla til að kynnast sprotafyrirtækjum og sjá hvernig lítil hugmynd geti orðið að framsæknum rekstri sem skapi jafnvel fjölmörg störf og góðar tekjur. Viðburðurinn á morgun er hluti af alþjóðlegri athafnaviku sem fer fram samtímis í meira en 100 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×