Innlent

Hörpudiskur enn í lágmarki

Mest af hörpudiski mældist við Stykkishólm, meira en árið 2008.fréttablaðið/pjetur
Mest af hörpudiski mældist við Stykkishólm, meira en árið 2008.fréttablaðið/pjetur

Hörpudisksstofninn í Breiðafirði er enn í lágmarki, miðað við útkomu árlegrar mælingar Hafrannsóknastofnunar. Mælingarnar voru gerðar á Dröfn RE dagana seint í október.

Meginniðurstaða leiðangursins er sú að heildarvísitala hörpudisks mælist í lágmarki eins og undanfarin ár. Hún er nú aðeins 14 prósent af meðaltali áranna 1993 til 2000. Stofninn hrundi á árunum 2000 til 2005, en hefur síðan haldist í nokkru jafnvægi, 13 til 16 prósent af meðlastærð fyrrgreinds tímabils.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×