Innlent

Finnst Strauss-Kahn skauta létt yfir

Gylfi finnst Strauss-Kahn skauta létt yfir.
Gylfi finnst Strauss-Kahn skauta létt yfir. Mynd/Anton Brink

„Ég vil ekki halda því fram að framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi farið með staðlausa stafi. Mér fannst hann skauta létt yfir þessa tengingu en hann verður að bera ábyrgð á því sjálfur," sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í gær.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á því að í bréfi til Gunnar Sigurðssonar leikstjóra og fleiri Íslendinga, héldi Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, því fram að AGS hefði aldrei gert samninga um Icesave að skilyrði fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland,

Birgir sagði þessa yfirlýsingu stangast á við ýmislegt sem Gylfi Magnússon og margir fleiri hafa haldið fram hér á landi. Birgir spurði Gylfa hvort hann teldi að framkvæmdastjóri AGS væri ekki að fara með rétt mál í bréfinu. Gylfi sagði að það væri rétt að enginn hafi viljað „sitja uppi með þá heitu kartöflu" að hafa neitað málum Íslands um framgang innan AGS vegna Icesave. Í sjálfu sér væri það karp um keisarans skegg hvort það voru ríkisstjórnir Norðurlandanna eða AGS sem réði því að þetta skilyrði var sett. Hvort heldur er, hafi þetta legið fyrir mánuðum saman að niðurstaða fengist ekki fyrr en búið væri að semja um Icesave.- pg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×