Innlent

Forsætisráðherra Hollands svaraði Jóhönnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur svarbréf við bréfi sem hún sendi henni þann 28. ágúst síðastliðinn vegna Icesave deilunnar. Í bréfi sínu bað Jóhanna forsætisráðherra Hollands um að sýna Íslendingum skilning í erfiðu máli og stakk upp á því að þau myndu hittast ef með þyrfti.

Í bréfi sínu minnist forsætisráðherra Hollands á að fulltrúar Íslands, Hollands og Bretlands hafi fundað. Þeir fundir hafi leitt til viljayfirlýsingar sem hann vonist til þess að muni leiða til farsællar niðurstöðu eftir að Alþingi hafi samþykkt Icesave samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×