Fleiri fréttir

Sterkur grunur um íkveikju á Bergþórshvoli

Sterkur grunur leikur á því að kveikt hafi verið í húsinu Bergþórshvoli á Dalvík. Tilkynnt var um eldinn um klukkan fimm í nótt og lauk slökkvistarfi um níu leytið í morgun. Sigurður Jónsson slökkviliðsstjóri á Dalvík segir að svæðið verði vaktað fram eftir degi enda leynist enn glæður í einangrun.

Dagpeningar fyrir innanlandsferðalög lækka

Ákveðið hefur verið að lækka dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Greiðslur fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring lækkar úr rúmum 22 þúsund krónum í 18.700. Gisting fyrir einn sólarhring lækkar úr rúmum 14 þúsund krónum í 10.400 og greiðslur fyrir fæði í dagsferðum lækka úr 8300 í 7950.

Skrifaði bók um föður framsalsbeiðanda

Dómsmálaráðuneytið hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Hosmany Ramos sem hefur verið hér á landi síðan í haust. Lögmaður Hosmanys, Hilmar Ingimundarson, hefur andmælt því fyrir hönd skjólstæðings síns.

Vill skoða hvort setja megi vegatolla

„Það verður með öllum ráðum að koma einhverjum framkvæmdum í gang í atvinnulífinu og til þess þarf að leita allra skynsamlegra leið," segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hestaníðingur sektaður

Bóndi á Suðurlandi var dæmdur til þess að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir að brot á dýraverndarlögum um búfjárhald og reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit hrossa. Bóndinn hefur áður verið dæmdur fyrir illa meðferð á ellefu hrossum árið 2006.

Sektað á Barónsstíg

Brot 76 ökumanna voru mynduð á Barónsstíg í Reykjavík í gær samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Barónsstíg í norðurátt, að Egilsgötu.

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Nítján ára piltur var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að slá annan mann með glerflösku í höfuðið. Árásin átti sér stað í byrjun ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri.

Innbrot í golfskála

Brotist var inn í golfskálann við golfvöllinn í Hafnarfirði í nótt. Þrjótarnir brutu sér leið inn í skálann með því að brjóta rúðu og á vegsummerkjum má sjá að þeir reyndu að hafa á brott með sér afgreiðslukassa skálans. Það tókst þó ekki og virðast þeir hafa þurft að hverfa á brott með tvær hendur tómar. Lögregla rannsakar nú málið.

Viðbragðsstaða í Keflavík vegna bilunar í hreyfli

Lögregla og slökkvilið voru í viðbragðsstöðu um klukkan hálfþrjú í nótt á Keflavíkurflugvelli. Von var á flugvél inn til lendingar á einum hreyfli vegna bilunar í hinum. Vélin er af gerðinni Boeing 767 300 og er á vegum Bandaríkjahers. Um borð voru 47 landgönguliðar á leið frá Þýskalandi vestur um haf. Allt gekk að óskum við lendingu vélarinnar og var flughæfni óskert að sögn lögreglu.

Bruni á Bergþórshvoli

Tilkynnt var um eld í gömlu mannlausu húsi á Dalvík um klukkan fimm í morgun. Um er að ræða járnklætt timburhús,sem kallað er Bergþórshvoll, sem enginn hefur búið í um tíma og engin starfssemi verið í.

Segir pólitík á bak við frávísun

Finnbogi Vikar Guðmundsson, laganemi við Háskólann á Bifröst, fullyrðir að honum hafi verið vísað út af aðalfundi LÍÚ í gær vegna gagnrýninna skrifa um fiskveiðistjórnunarkerfið í vor. Finnbogi segist hafa sótt fundinn til að afla sér upplýsinga um sjávarútveg. Hann situr í starfshópi á vegum sjávarútvegsráðherra sem ætlað er að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, og var tilnefndur af Borgarahreyfingunni.

Metaðsókn á McDonalds

„Það hefur enginn veitingastaður á Íslandi séð neitt svona. Það eru að seljast tíu þúsund hamborgarar á dag,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi.

Virðið áttfaldaðist á tveimur árum

Byggðastofnun seldi húsnæði í Grundarfirði, sem brann í lok ágúst í sumar, fyrir fimm milljónir í desember árið 2007. Síðasti eigandi þess, karlmaður sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi, fékk nýverið tæplega fjörutíu milljónir króna út úr tryggingunum vegna brunans.

Vefsjá talin stríða gegn lögum

„Enginn vafi er á því að hægt er að nota þessar upplýsingar í vafasömum tilgangi og engin ástæða til þess að þær séu aðgengilegar öllum,“ segir í umsögn Þórðar Clausen Þórðarsonar, bæjarlögmanns í Kópavogi, vegna kvörtunar um kortavefsjá á heimasíðu bæjarins.

Greiði Skógræktinni 608 milljónir króna

Matsnefnd eignarnámsbóta hefur úrskurðað að Hafnarfjarðarbær eigi að greiða Skógrækt ríkisins rúmar 608 milljónir króna fyrir 160 þúsund fermetra af landi í Kapelluhrauni. Hafnarfjarðarbær fékk landið í Kapelluhrauni afhent í apríl 2008 og skipulagði þar byggingarlóðir.

Ríkisendurskoðun telur brot yfirlæknis HSA vera alvarleg

Ríkisendurskoðun telur að í starfi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hafi verið alvarlegar brotalamir. Í 26 tilvikum hafi hann krafist of hárrar þóknunar fyrir vinnu sína. Þá hafi einnig verið brotalamir á lögboðinni færslu í sjúkraskrá. Þrátt fyrir það mun ríkisendurskoðun ekki aðhafast frekar í málinu.

Sundlaugin að kaffæra sveitarfélagið

Sveitarfélagið Álftanes þarf að óbreyttu að greiða meira en 200 milljónir króna í leigugreiðslur á næsta ári til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFS) vegna sundlaugar sem tekin var í notkun í sumar, að sögn Kristins Guðlaugssonar, forseta bæjarstjórnar.

Mislitun á kirkjuturni hverfur

„Múrhúðin er bara svona fersk. Þegar hún skolast þá hverfur þetta og dofnar,“ segir Indriði Níelsson, verkfræðingur hjá Verkís, um mismunandi liti á nýrri múrhúð Hallgrímskirkjuturns.

Veiðum á okkar forsendum

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu knúin til að taka einhliða ákvörðun um makríl­veiðar fyrir næsta ár. Ástæðan sé sú að aðrir sem veiða úr makrílstofninum, sem eru Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar, neita að viðurkenna rétt Íslands til að taka þátt í að ákveða leyfilegan heildarafla og skiptingu hans.

Stálu fyrir á þriðja tug milljóna

Átta manna þjófagengi hefur verið ákært fyrir fjölmörg innbrot, þjófnaði, fjársvik og fíkniefnabrot. Um er að ræða hóp Pólverja sem létu greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu í sumar og haust.

AGS segir afrek hversu hratt tókst að endurreisa bankana

Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins.

AGS lofar endurreisn efnahagslífsins

Skuldabyrði þjóðarbúsins er meiri en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taldi viðráðanlega á vordögum. Endurreisnarstarfið hefur gengið vel, að mati fulltrúa sjóðsins. Stýrivaxtalækkun liggur í loftinu. Betri tíðar má vænta eftir tæpt ár.

Strandveiðar dæmi um misnotkun valds

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði við upphaf aðalfundar sambandsins í gær að strandveiðar sumarsins séu dæmi um misnotkun valds. „Strandveiðarnar eru komnar til að vera. Þær verða áfram í viðlíka umfangi og var í sumar,“ segir hins vegar Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra.

Tækjum var fjölgað á yfirfullri gjörgæslu

Gjörgæsludeildir Landspítala í Fossvogi og á Hringbraut fylltust aðfaranótt fimmtudags, þegar þar lágu níu sjúkl­ingar með svína­flensu, auk hinna sem þar voru af öðrum orsökum.

Vill endurskoða reglur um ráðstöfunarfé ráðherra

Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd Alþingis, tekur undir með formanni fjárlaganefndar með að skera niður eða afnema ráðstöfunarfé ráðherra. Margt skynsamlegra og nauðsynlegra sé hægt að gera við skattfé almennings á niðurskurðartímum. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Össur styrkti ævisögu Einars Benediktssonar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, nýtti 300 þúsund krónur af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja ævisögugerð Einars Benediktssonar, fyrrverandi sendiherra. Guðbjartur Hannesson, flokksbróður Össurar og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill minnka ráðstöfunarfé ráðherra og setja um það skýrari reglur. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Gagnrýnin merki um einelti

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að gagnrýni á framgöngu hans síðustu misseri bera merki um einelti.

Kvarta undan aukaverkunum

Viðbúnaðarstig á Landspítalanum hefur verið hækkað vegna álags út af svínaflensunni. Góður skriður er kominn á bólusetningu gegn flensunni, en þó er kvartað undan því að hún valdi aukaverkunum hjá meirihluta þeirra sem hana fá.

Helgi kjörinn forseti

Helgi Hjörvar alþingismaður var kjörinn forseti Norðurlandaráðs á þingi ráðsins í Stokkhólmi í dag. Hann tekur við um áramót þegar Ísland tekur við formennsku í ráðinu. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki var kosinn varaforseti.

Svefnleysisbætur bankamanna

Fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur gömlu bankanna gera milljarða króna launakröfur í þrotabú þeirra. Dæmi eru um að menn reyni allt til að hækka kröfur sínar, meðal annars að krefjast bóta vegna svefnleysis og bónusa fyrir vel unnin störf.

Morgunverðarfundur um aðgerðir gegn mansali

Utanríkisráðuneytið í samvinnu við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali á morgun í tilefni af komu Evu Biaudet, mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, til Íslands.

Fagna lögum um aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja

Ungir jafnaðarmenn fagna lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. „Síðastliðið ár hafa heimilin og fyrirtækin í landinu háð blóðuga baráttu við að halda haus í erfiðu efnahagsumhverfi sem er afsprengi misheppnaðar einkavæðingar og efnahagsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir í ályktun félagsins.

Hæstiréttur sneri við Glitnisdómi

Hæstiréttur hefur snúið við dómi í máli Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis gegn Glitni banka. Vilhjálmur stefndi stjórn Glitnis vegna tillögu sem samþykkt var í stjórn bankans og veitti stjórninni heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Kaupverðið skyldi vera lægst 10% og hæst 10% hærra en skráð kaup- eða sölugengi í Kauphöll Íslands. Málið snertir starfslok Bjarna Ármannssonar hjá bankanum. Er bankinn sýknaður af stefnunni.

Fimm mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur

Hæstiréttur Íslands staðfesti fimm mánaða fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni sem ók ölvaður. Hann er að auki sviptur ökuréttindum ævilangt.

Gjörgæsludeildir fullar: Bætt við tækjakost spítalans

Líkt og greint var frá fyrr í dag var Landspítalinn færður á svokallað virkjunarstig viðbragðsáætlunar spítalans klukkan 10:00 í morgun, samkvæmt ákvörðun forstjóra LSH. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem slíkt gerist en virkjunarstig er næstefst af fjórum viðbragðsstigum viðbragðsáætlunarinnar. Á hádegi í dag voru 35 inniliggjandi á Landspítala vegna inflúensu A(H1N1), þar af 8 á gjörgæslu. Auk þess hefur verið mikið um önnur alvarleg veikindi og slys sem hafa krafist innlagnar á gjörgæsludeild síðustu daga.

Arkitektar í hópum á gæðafundi

Góð mæting og lífleg skoðanaskipti voru á fundi um gæði byggðar sem haldinn var í Hafnarhúsinu í morgun. Menn tóku eftir að þarna voru m.a. atvinnulausir arkitektar í hópum enda er byggingarstarfsemi í borginni í mikilli ládeyðu þessa stundina.

Segir hugmyndir um upptöku aflaheimilda skapa óróa

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ gagnrýndi harðlega hugmyndir um upptöku aflaheimilda á aðalfundi LÍÚ í dag og sakaði stjórnvöld um að skapa óróra innan sjávarútvegsins með því að kasta fram svo óútfærðum hugmyndum. Hann sagði óvissuna samfara þeim þegar hafa valdið tjóni.

Kirkjan braut jafnréttislög - þarf að greiða rúmar 1,6 milljónir

Séra Sigríði Guðmarsdóttur voru dæmdar rúmar 1,6 milljónir króna í bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna brota á jafnréttislögum. Sigríður sótti um starf sendiráðsprest í London árið 2003 en karlmaður hlaut starfið. Þau voru jafnhæf og því hefði átt að ráða Sígríði.

Stórþjófur dæmdur í tveggja mánaða fangelsi

Þrjátíu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa stolið 165 þúsund krónum í reiðufé úr afgreiðslukassa verslunar N1 að Stórahjalla í Kópavogi.

Árni hjólar í Gylfa

Framganga Gylfa Arnbjörnssonar í tengslum við endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs og stöðugleikasáttmálann hlýtur að kalla á spurningar og svör um hvaða umboð hann hefur frá almenningi, segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG.

Útgáfa lagasafns úrskurðuð ólögleg

Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli Alþingis, forsætisráðherra og dómsmála- og mannréttindaráðherra á því að ekki hefur verið farið að lögum í útgáfu lagasafns í prentuðu formi hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir