Innlent

Gagnrýnin merki um einelti

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins. Mynd/Pjetur

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að gagnrýni á framgöngu hans síðustu misseri bera merki um einelti.

Gylfi hefur meðal annars verið sagður berjast fyrir auðvaldið og stórfyrirtæki. Auk þess hefur verið fullyrt að hann og forysta Alþýðusambansins hafi fjarlægst grasrótina í verkalýðshreyfingunni. Gylfi gaf lítið gagnrýnina í Kastljósi í kvöld og sagðist hafa fullt umboð til að taka þátt í umræðunni.

„Fyrr í vikunni var ég í einhverju blaði sagður talsmaður Samfylkingarinnar. Það er ekki nýlunda sérstaklega á vettvangi stjórnmálanna að þessari gagnrýni sé beint að Alþýðusambandinu og gjarnan forystumanni þess til að afvegaflytja umræðuna og okkar afstöðu," sagði Gylfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×