Innlent

Sterkur grunur um íkveikju á Bergþórshvoli

Enn leynast glæður í húsinu.
Enn leynast glæður í húsinu. MYND/Guðný

Sterkur grunur leikur á því að kveikt hafi verið í húsinu Bergþórshvoli á Dalvík. Tilkynnt var um eldinn um klukkan fimm í nótt og lauk slökkvistarfi um níu leytið í morgun. Sigurður Jónsson slökkviliðsstjóri á Dalvík segir að svæðið verði vaktað fram eftir degi enda leynist enn glæður í einangrun.

Húsið er gamalt, byggt á fyrri hluta síðustu aldar og á sínum tíma voru sjö íbúðir í húsinu. Því má segja að um fyrsta fjölbýlishús Dalvíkur hafi verið að ræða. Sigurður segir allar líkur á því að kveikt hafi verið í húsinu sem hefur staðið ónotað í eitt og hálft ár.

Ekkert rafmagn var á húsinu og því líklegast að eldur hafi verið borinn að því. Slökkviliðsstjórinn segir húsið ónýtt og reiknar hann með að leifarnar af því verði fjarlægðar á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×