Innlent

Skipulagsstofnun: Ákvörðun um Suð-Vesturlínu tilkynnt í dag

Skipulagsstofnun tilkynnir í dag niðurstöðu sína um svonefnda Suð-Vesturlínu. Þá skýrist hvort umhverfismat línunnar telst endanlegt eða hvort einnig eigi að meta umhverfisáhrif annarra framkvæmda sem henni tengjast.

Skipulagsstofnun hafði áður gefið grænt ljós á Suð-Vesturlínu, en hún á að liggja frá Hellisheiði og vestur á Reykjanes; fer meðal annars yfir mörg viðkvæm svæði, þar á meðal vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa. Reisa á 500 ný háspennumöstur og rífa mörg gömul. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, vísaði því til skipulagsstofnunar að fara yfir það að nýju hvort meta ætti fleiri þætti í tengslum við línuna.

Ákvörðunin hefur valdið reiði margra, og hafa þingmenn sakað ráðherra um skemmdarverk vegna þessa, og kennt þessu um tafir á vinnu við álver Norðuráls í Helguvík. Fjármögnun fyrsta áfanga álversins er þó ekki lokið. En samkvæmt upplýsingum er hún á lokastigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×