AGS segir afrek hversu hratt tókst að endurreisa bankana 30. október 2009 04:00 Mark Flanagan, verkefnisstjóri hjá AGS. Mynd/GVA Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma," sagði Flanagan spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verkefnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísulönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreiknað í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innanríkismál. Hitt liggi fyrir að innlend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma," sagði Flanagan spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verkefnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísulönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreiknað í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innanríkismál. Hitt liggi fyrir að innlend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira