Innlent

Viðbragðsstaða í Keflavík vegna bilunar í hreyfli

Vél sömu gerðar og um ræðir.
Vél sömu gerðar og um ræðir.
Lögregla og slökkvilið voru í viðbragðsstöðu um klukkan hálfþrjú í nótt á Keflavíkurflugvelli. Von var á flugvél inn til lendingar á einum hreyfli vegna bilunar í hinum. Vélin er af gerðinni Boeing 767 300 og er á vegum Bandaríkjahers. Um borð voru 47 landgönguliðar á leið frá Þýskalandi vestur um haf. Allt gekk að óskum við lendingu vélarinnar og var flughæfni óskert að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×