Innlent

Fimm mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur

Hæstiréttur Íslands staðfesti fimm mánaða fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni sem ók ölvaður. Hann er að auki sviptur ökuréttindum ævilangt.

Maðurinn var gripinn í desember árið 2007. Þá var hann á gangi í Borgarnesi en bifreið hans í var á hvolfi utan vegar skammt frá Hítará. Maðurinn neitaði að hafa ekið bílnum drukkinn. Hann neitaði sök en var engu að síður dæmdur. Þetta var í fjórða skiptið sem hann var dæmdur fyrir ölvunarakstur. Því hlaut hann fimm mánaða óskilorðsbundin fangelsisdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×