Innlent

Morgunverðarfundur um aðgerðir gegn mansali

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpar fundinn á morgun.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpar fundinn á morgun.
Utanríkisráðuneytið í samvinnu við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali á morgun í tilefni af komu Evu Biaudet, mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, til Íslands.

Morgunverðarfundurinn er haldinn í gyllta salnum á Hótel Borg og hefst klukkan níu og lýkur eigi síðar en klukkan ellefu. Fundurinn fer fram á ensku, er öllum opinn og aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×