Innlent

Stórþjófur dæmdur í tveggja mánaða fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ GVA.
Mynd/ GVA.
Þrjátíu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa stolið 165 þúsund krónum í reiðufé úr afgreiðslukassa verslunar N1 að Stórahjalla í Kópavogi.

Maðurinn er ákærður fyrir fleiri brot, meðal annars fyrir að hafa í lok ágúst 2008 stolið átta glösum af heilsuvítamínum, samtals að verðmæti um 14 þúsund krónum í verslun Nóatúns við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.

Samkvæmt ákæru stal maðurinn jafnframt tölvuleikjum, samtals að verðmæti um 12 þúsund krónum í verslun Elko í Skeifunni, Reykjavík.

Þá stal hann hljómdiski, kjúklingabringum og bensíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×