Innlent

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Nítján ára piltur var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að slá annan mann með glerflösku í höfuðið. Árásin átti sér stað í byrjun ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri.

Fórnalamb mannsins hlaut mar og fjögurra sentímetra langan skurð á höfði.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust en hann hefur ekki komist í kast við lögin áður. Var hann því dæmdur í sex mánaða fangelsi en refsingin fellur niður haldi hann skilorð næstu tvö árin.

Honum ber einnig að greiða fórnarlambi sínu tæplega 160 þúsund krónur í skaðabætur. Það var Héraðsdómur eystri sem dæmdi í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×