Ríkisendurskoðun telur brot yfirlæknis HSA vera alvarleg 30. október 2009 05:00 Frestur til að áfrýja ákvörðun um að kæra ekki yfirlækni Heilbrigðisstofnunar Austurlands rennur út um mánaðamót. Ríkisendurskoðun telur að alvarleg brotalöm hafi verið í starfi hans. Ríkisendurskoðun telur að í starfi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hafi verið alvarlegar brotalamir. Í 26 tilvikum hafi hann krafist of hárrar þóknunar fyrir vinnu sína. Þá hafi einnig verið brotalamir á lögboðinni færslu í sjúkraskrá. Þrátt fyrir það mun ríkisendurskoðun ekki aðhafast frekar í málinu. Stofnunin hvetur hins vegar heilbrigðisráðuneytið til að „ganga rækilega úr skugga um hvaða úrræðum viðeigandi sé að beita í þessu máli“ líkt og segir í bréfi hennar til ráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, segir að brugðist verði við þessari hvatningu ríkisendurskoðunar. „Ráðuneytið mun verða við þessu. Það verður kannað til hvaða úrræða þarf að grípa,“ segir ráðherra. Álfheiður segir að jafnframt hafi verið ákveðið að verða við ósk bæjarráðs Fjarðarbyggðar um að fenginn verði sjálfstætt starfandi úttektaraðili til að ræða við starfsmenn og stjórnendur um starfsumhverfið. „Ráðuneytið er að kanna, í framhaldi af þessum tilmælum ríkisendurskoðunar, hver staðan er. Markmiðið er auðvitað að finna lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Álfheiður. Yfirlækninum, Hannesi Sigmarssyni, var vikið tímabundið frá störfum í febrúar. Þá hófst rannsókn á vinnulagi Hannesar og meintum fjárdrætti. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að í 26 tilvikum hafi Hannesi „verið eða mátt vera ljóst að hann ofkrafði HSA um þóknun fyrir vinnu sína“, segir í bréfi stofnunarinnar. Lögreglurannsókn fór fram en 30. september var ákveðið að kæra ekki. Frestur til að áfrýja þeirri ákvörðun rennur út um mánaðamótin. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, sagðist ekki vilja tjá sig um framhaldið fyrr en viðbrögð hefðu borist frá ráðuneytinu. Eftir stæði að læknirinn hefði fengið ofgreitt fyrir vinnu sína. Þess má geta að Persónuvernd hefur nú afturkallað leyfi sem stofnunin hafði í janúar síðastliðnum veitt Hannesi og öðrum lækni á heilsugæslunni til að nota sjúkraskrár í rannsókn á starfsemi heilsugæslunnar. Hannes hafði sjálfur skrifað upp á heimild til notkun sjúkraskránna fyrir hönd heilsugæslunnar. Í reynd var það lækningaforstjórinn sem átti að veita slíkt samþykki. Lækningaforstjórinn gerði síðar athugasemd við Persónuvernd sem afturkallaði leyfið eftir að hafa skoðað málavexti. kolbeinn@frettabladid.is gar@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur að í starfi yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hafi verið alvarlegar brotalamir. Í 26 tilvikum hafi hann krafist of hárrar þóknunar fyrir vinnu sína. Þá hafi einnig verið brotalamir á lögboðinni færslu í sjúkraskrá. Þrátt fyrir það mun ríkisendurskoðun ekki aðhafast frekar í málinu. Stofnunin hvetur hins vegar heilbrigðisráðuneytið til að „ganga rækilega úr skugga um hvaða úrræðum viðeigandi sé að beita í þessu máli“ líkt og segir í bréfi hennar til ráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, segir að brugðist verði við þessari hvatningu ríkisendurskoðunar. „Ráðuneytið mun verða við þessu. Það verður kannað til hvaða úrræða þarf að grípa,“ segir ráðherra. Álfheiður segir að jafnframt hafi verið ákveðið að verða við ósk bæjarráðs Fjarðarbyggðar um að fenginn verði sjálfstætt starfandi úttektaraðili til að ræða við starfsmenn og stjórnendur um starfsumhverfið. „Ráðuneytið er að kanna, í framhaldi af þessum tilmælum ríkisendurskoðunar, hver staðan er. Markmiðið er auðvitað að finna lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Álfheiður. Yfirlækninum, Hannesi Sigmarssyni, var vikið tímabundið frá störfum í febrúar. Þá hófst rannsókn á vinnulagi Hannesar og meintum fjárdrætti. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að í 26 tilvikum hafi Hannesi „verið eða mátt vera ljóst að hann ofkrafði HSA um þóknun fyrir vinnu sína“, segir í bréfi stofnunarinnar. Lögreglurannsókn fór fram en 30. september var ákveðið að kæra ekki. Frestur til að áfrýja þeirri ákvörðun rennur út um mánaðamótin. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, sagðist ekki vilja tjá sig um framhaldið fyrr en viðbrögð hefðu borist frá ráðuneytinu. Eftir stæði að læknirinn hefði fengið ofgreitt fyrir vinnu sína. Þess má geta að Persónuvernd hefur nú afturkallað leyfi sem stofnunin hafði í janúar síðastliðnum veitt Hannesi og öðrum lækni á heilsugæslunni til að nota sjúkraskrár í rannsókn á starfsemi heilsugæslunnar. Hannes hafði sjálfur skrifað upp á heimild til notkun sjúkraskránna fyrir hönd heilsugæslunnar. Í reynd var það lækningaforstjórinn sem átti að veita slíkt samþykki. Lækningaforstjórinn gerði síðar athugasemd við Persónuvernd sem afturkallaði leyfið eftir að hafa skoðað málavexti. kolbeinn@frettabladid.is gar@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira