Innlent

Mislitun á kirkjuturni hverfur

 Efsti hluti turns Hallgrímskirju er nú dekkri en neðri hlutinn. Munurinn mun hverfa með veðrun og öll kirkjan á að verða samlit, bæði turninn, sem hefur verið endurnýjaður, og kirkjuskipið sjálft.
Fréttablaðið/Stefán
Efsti hluti turns Hallgrímskirju er nú dekkri en neðri hlutinn. Munurinn mun hverfa með veðrun og öll kirkjan á að verða samlit, bæði turninn, sem hefur verið endurnýjaður, og kirkjuskipið sjálft. Fréttablaðið/Stefán

„Múrhúðin er bara svona fersk. Þegar hún skolast þá hverfur þetta og dofnar,“ segir Indriði Níelsson, verkfræðingur hjá Verkís, um mismunandi liti á nýrri múrhúð Hallgrímskirkjuturns.

Séra Birgir Ásgeirsson og Hörður Áskelsson organisti segja marga hafa komið að máli við þá vegna litamunarins á kirkjuturninum. Fólk vilji fá skýringar og fá því svarað hvort áferðin á kirkjunni verði ekki öll eins að lokum.

Indriði segir erfitt að segja til um hvenær litamunurinn verður horfinn. Það sé einfaldlega spurning um það hvernig íslenska slagviðrið standi sig í að skola múrhúðina.

„Ef þetta verður svona enn þá þegar komið er fram á næsta sumar þá höfum við alltaf þann mögulega að háþrýstiþvo múrhúðina. Þetta er ekki meira mál en það,“ segir hann.

Vinnupallarnir við Hallgrímskirkju munu hverfa á næstu vikum. Áætlað er að öllum frágangi utandyra verði lokið í tæka tíð fyrir jól. Í janúar og fram í febrúar verður kirkjan lokuð þar sem skipta á um útidyrahurð. Eins á að þrífa kirkjuskipið að innan.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×