Innlent

Hæstiréttur sneri við Glitnisdómi

Hæstiréttur hefur snúið við dómi í máli Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis gegn Glitni banka. Vilhjálmur stefndi stjórn Glitnis vegna tillögu sem samþykkt var í stjórn bankans og veitti stjórninni heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Kaupverðið skyldi vera lægst 10% og hæst 10% hærra en skráð kaup- eða sölugengi í Kauphöll Íslands. Málið snertir starfslok Bjarna Ármannssonar hjá bankanum. Er bankinn sýknaður af stefnunni.

Á hluthafafundi þann 30.apríl 2007 tók stjórnin þá ákvörðun að samþykkja samning um kaup á hlutum Bjarna Ármannssonar í bankanum sem keyptir voru á yfirverði. Kaupverðið nam tæpum sjö milljörðum króna.

Á aðalfundi bankans þann 20.febrúar gerði Vilhjálmur stjórninni ljóst að hann gerði athugasemd við þessi viðskipti og hygðist höfða mál gegn stjórnarmönnum vegna starfsloka Bjarna.

Stjórn Gliltnis skipuðu á þessum tíma þau Þorsteinn M. Jónsson, Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Vilhjálmur gerði þá kröfu að sér yrðu greiddar tæpar tvær milljónir króna ásamt dráttarvöxtum.

Hæstiréttur féllst ekki á þær kröfur og sýknaði þar með stjórn Glitnis af kröfum Vilhjálms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×