Innlent

Líklegra að stúlkur fái slæm skilaboð í tölvupósti

20 prósent barna á Íslandi hafa fengið sendan tölvupóst sem olli þeim áhyggjum eða hræddi. Talsvert líklegra er að stúlkur fái slíkan póst en drengir.

Þetta er á meðal þess sem fram kom í nýrri könnun sem SAFT, vakningarátak um örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga á Íslandi hefur gert á nettotkun barna. Könnunin var gerð á fyrri hluta ársins í samstarfi við Capacent Gallup og Lýðheilsustöð. Í könnuninni kom meðal annars fram að mikil aukning hefur verið síðustu ár á því að foreldrar setji börnum reglur um að ekki megi segja neitt særandi í skyndiskilaboðum, á spjallrásum eða í tölvupósti. Þessar niðurstöður gefa til kynna að foreldrar séu í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að netið geti einnig verið vettvangur eineltis og hvetji því börn sín til að sýna aðgætni í samskiptum sínum.

Þegar litið er til hlutfalls þeirra barna sem hafa fengið sendan tölvupóst sem olli þeim áhyggjum eða hræddi má hinsvegar merkja talsverða aukningu milli ára. Árið 2003 sögðu rúm 13 prósent barna hafa fengið slíkan tölvupóst, árið 2007 voru það rúm 16 prósent og árið 2009 tæp 20 prósent barna , en talsvert líklegra var að stúlkur fengju slíkan póst en drengir.

Um 15 prósent barna segist hafa orðið fyrir áreitni, strítt, ógnað eða farið hjá sér í gengum spjall á netinu síðustu 6 mánuði árið 2009, var einnig um 15 prósent árið 2007 en ekki nema 10 prósetn árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×