Innlent

Stálu fyrir á þriðja tug milljóna

Hluti af þýfinu sem lögregla fann hjá fólkinu sem nú er ákært fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Hluti af þýfinu sem lögregla fann hjá fólkinu sem nú er ákært fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Átta manna þjófagengi hefur verið ákært fyrir fjölmörg innbrot, þjófnaði, fjársvik og fíkniefnabrot. Um er að ræða hóp Pólverja sem létu greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu í sumar og haust.

Fólkið sóttist einkum eftir skartgripum og dýrum tækjabúnaði, svo sem tölvum, myndavélum og flatskjáum. Það er ákært fyrir að hafa stolið eða haft í fórum sínum muni fyrir rúmlega tuttugu og sex milljónir, en sumt af því sem það stal var ekki verðmetið í ákærum á hendur því.

Þjófagengið stal í verslunum allt frá svínapurusteik til heils skartgripakassa sem einn úr hópnum hrifsaði úr höndum afgreiðslumanns í skartgripaverslun og hljóp með á brott. Í kassanum voru sex gullarmbönd og jafnmargar gullhálsfestar.

Þá braust fólkið inn á fjölmörg heimili og stal munum fyrir háar fjárhæðir. Mest virðist það hafa haft muni að verðmæti fjórar milljónir króna upp úr krafsinu í einu innbroti í heimahús. Einnig er það ákært fyrir allmörg innbrot í bíla og þjófnaði úr þeim.

Tveir úr hópnum eru ákærðir fyrir ítrekuð fjársvik, Þeir keyptu með debetkorti á nafni S.J. Schubert, útgefnu í Ástralíu.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×