Fleiri fréttir

Kona með kókaín innvortis handtekin

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði íslenska konu á fertugsaldri sem var að koma frá Kaupmannahöfn í lok september. Konan reyndist vera með 100 grömm af kókaíni innvortis.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi

Nítján ára gömul stúlka var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmd í þriggja mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum haldi hún almennt skilorð.

Ósátt við framlengda dvöl AGS

„Mér finnst það ekkert sjálfgefið að veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé framlengt um hálft ár. Mér finnst það eitthvað sem stjórnvöld þurfi að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,“ segir Lilja Mósesdóttir,

Jakinn 25 ára gamall

Tuttugu og fimm ár eru um þessar mundir liðin frá því að Jakinn, fyrsti gámakrani Eimskipafélagsins í Sundahöfn, var vígður við hátíðlega athöfn samkvæmt tilkynningu frá Eimskip.

Piltur stal fimm gaskútum

Nítján ára piltur var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í gær meðal annars fyrir að stela fimm misstórum gaskútum á Akureyri. Pilturinn braust einnig inn í verslanir sem og áfengisverslun ríkisins þar sem hann stal Vodka og Gordons gini.

Sló mann í hálsinn með glerflösku

Tæplega þrítugur karlmaður frá Siglufirði var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að slá mann í hálsinn með glerflösku og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn sló fórnalamb sitt í hálsinn í apríl síðastliðnum. Mennirnir voru staddir fyrir utan heimahús á Siglufirði. Sjálfur sagði sá dæmdi að maðurinn hefði áreitt sig allt kvöldið, því hefði hann slegið hann í hálsinn með hálf fullri bjórflösku.

Prestur kvíðir mánaðamótum vegna fátæktar

Stöðugur straumur af fólki leitar sér hjálpar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnafjarðarkirkju. Í samtali við Vísi segir Þórhallur að sama hversu oft sé bent á vandann, ekkert virðist vera að breytast.

Vill að Eykt upplýsi um styrki til flokka

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á borgarráðsfundi síðar í dag að skorað verði á byggingarfélagið Eykt að upplýsa um framlög sín og styrki til stjórnmálasamtaka sem buðu fram í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá vill Ólafur jafnframt að upplýst verði hvaða frambjóðendur í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fengu styrki frá félaginu og hvort aðrir styrkir hafi runnið til frambjóðenda og kjörinna fulltrúa í borgarstjórn á þessu kjörtímabili.

Fimmtíu þúsund eru talin í mestri áhættu

Sóttvarnalæknir segir 16 prósent Íslendinga með undirliggjandi sjúkdóma sem setji þá í áhættuhóp vegna svínaflensu. Veikin er ólík árlegu flensunni því tíu prósent sýktra lenda á gjörgæslu. Þriðjungur þeirra telst ekki í mestri áhættu.

Jóhanna segir allt á uppleið

Forsætisráðherra segir framlengingu kjarasamninga og endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands mikilvæga áfanga á leið úr þrengingunum. Stjórnin endurnýjaði yfirlýsingu um að kapp verði lagt á fjárfestingar.

Rannsaka svindl með brunabótamat

Fimm Litháar og einn Íslendingur voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til miðvikudagsins 4. nóvember vegna rannsóknar lögreglu á meintu mansalsmáli á Suðurnesjum og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Ekki var gerð krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir sjöunda manninum, Íslendingi, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar og hefur hann verið látinn laus.

Laun í sjávarútvegi 48 milljarðar í fyrra

Beinir skattar sjávarútvegsins námu fimm milljörðum króna á síðasta ári. Útgerðin greiðir 1,3 milljarða í auðlindaskatt á þessu fiskveiðiári. Formaður LÍÚ segist ekki trúa því að stjórnvöld láti verða af fyrirhugaðri kvótafyrningu.

Bankaleynd vikið til hliðar

Skipa á sérstaka nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar sem ákveðin var með lögum á föstudag. Í þeim er annars vegar sagt til um hvernig laga eigi skuldir að greiðslugetu og eignastöðu fólks og hins vegar er fjallað um eftirgjöf skulda eða aðrar ívilnanir banka gagnvart fyrirtækjum.

Orkuskattar endurskoðaðir

Eftir viðræður síðustu daga á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um framtíð stöðugleikasáttmálans sendu forsætis- og fjármálaráðherra frá sér yfirlýsingu í gær um framgang málsins. Kemur þar fram þung áhersla stjórnvalda á að samstarfið haldi áfram á þeim forsendum sem samdist um í júní síðastliðinn. Gerð sáttmálans hafi verið sögulegt skref og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina.

Flytur til Utah ef ekki fást peningar

Oddur Helgason, sem á og rekur ORG ættfræðiþjónustuna, segir fyrirtækið standa á fjárhagslegum brauðfótum. Ef ekki komi til aðgerða af hálfu hins opinbera neyðist hann til að flytja starfsemina úr landi. Góðviljaðir menn í Utah-ríki í Bandaríkjunum hafi boðist til að styðja við bakið á honum flytjist hann þangað.

Vinnubrögð stjórnarinnar forkastanleg

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er ákaflega ósáttur við yfirlýsingu um framgang stöðugleikasáttmálans. Á það bæði við um innihald hennar og hvernig var staðið að því að setja hana fram. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð,“ segir Gylfi.

Fái 110 milljónir króna fyrir vegstæði

Einkahlutafélagið Bleiksstaðir á að fá greiddar rúmar 110 milljónir króna frá Vegagerð ríkisins samkvæmt niðurstöðu Matsnefndar eignarnámsbóta. Greiðsluna á Vegagerðin að inna af hendi fyrir 4,4 hektara lands með Vesturlandsvegi í landi Blikastaða milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Hluta landræmunnar sem um ræðir tók Vegagerðin til handargagns þegar á árinu 1976 en þurfti breiðari spildu vegna breikkunar sem gerð var á Vesturlandsvegi á árunum 2005 og 2006.

Ísland háð AGS hálfu ári lengur en til stóð

Önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands var samþykkt í stjórn AGS í gær, eftir átta mánaða töf. 100 milljarðar berast frá AGS og Norðurlöndunum á næstunni. Vonast er til að nú verði hægt að lækka vexti og slaka á gjaldeyrishöftum.

Gengi krónunnar verður ekki handstýrt

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að afborgarnir erlendra lána verði greiddar með þeim lánum sem fást í kjölfar endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag ef þörf kröfur. Hann segir að gengi krónunnar verði ekki handstýrt með inngripum á gjaldeyrismarkaði. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Kviknaði í eldavél

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á níunda tímanum í kvöld að raðhúsi við Tunguveg í Reykjavík eftir að tilkynning barst um mikinn reyk lægi frá íbúð í raðhúsalengjunni.

Ráðherrar úthluta tugum milljóna í eigin kjördæmi

Þrátt fyrir mikinn halla í ríkisrekstri úthluta einstakir ráðherrar enn til tónleikahalds og íþróttafélaga í heimabæjum og kjördæmum sínum. Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Joly hrósar sérstökum saksóknara

Fjallað er um Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, á vef breska dagblaðsins Financial Times í dag. Þar hrósar Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, Ólafi og segir hann heiðarlegan, vinnusaman og búa yfir staðfestu.

Ógnaði dóttur sinni með hníf

Móðir sjö ára telpu hlaut nýverið skilorðsbundin dóm fyrir að hafa slegið hana með viðarfjöl og hótað að skera hana með hníf. Afar fátítt er að dómur falli í slíku máli hérlendis, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda, um að börn séu beitt líkamlegu ofbeldi af hálfu fullorðinna, fer þó fjölgandi.

Meðlimur Al-Thani fjölskyldunnar yfirheyrður

Sérstakur saksóknari hefur nú yfirheyrt meðlim Al Thani fjölskyldunnar í tengslum við rannsókn á meintum 26 milljarða sýndarviðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi, en það hefur reynst þrautin þyngri að fá vitnisburð þeirra. Þá hefur Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg undir höndum skýringar á viðskiptunum frá sjeiknum í Katar.

Samþykki AGS tímamót í endurreisninni

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir samþykki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vera tímamót í efnahagslegri endurreisn landsins og muni styrkja gjaldeyrisforðann. Hún vonast til þess að næsta endurskoðun sjóðsins sem er í desember gangi vandræðalaust. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Vegtollar út frá Reykjavík í skoðun

Vegtollur á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, Suðurlandsveg, Vesturlandsveg og Reykjanesbraut, er nú til skoðunar í viðræðum stjórnvalda og lífeyrissjóða um fjármögnun á breikkun Suðurlandsvegar.

Séra Gunnari boðnar milljónir fyrir að hætta

Séra Gunnar Björnsson íhugar nú rúmlega fimmtán milljóna króna starfslokasamning sem biskup Íslands bauð honum. Samningurinn er til tæplega þriggja ára og felur í sér að Sr. Gunnar þyrfti að hætta preststörfum við undirritun.

Makríllinn gæti skilað mun meiri verðmætum

Vinnslustöðvar víða um land búa sig nú undir að verka makríl í stórauknum mæli til manneldis, og fá þannig mörghundruð milljónum meira í útflutningsverðmæti. Makríll minnir á silung á bragðið og reyktur selst hann fyrir hátt verð erlendis.

ASÍ gagnrýnir yfirlýsingu Jóhönnu og Steingríms

Alþýðusambandið gagnrýnir yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Ekki sé ásættanlegur grunnur fyrir áframhaldandi samstarfi.

Sex karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að dómurinn úrskurðaði sex karlmenn til að sæta áframhaldandi gæsluvarðahaldi allt til miðvikudagsins 4. nóvember. Mennirnir, fimm Litháar og einn Íslendingur, hafa setið í gæsluvarðhaldi að undanförnu vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi.

AGS samþykkir endurskoðun efnahagsáætlunar

Endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga var samþykkt á fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fimmta tímanum í dag. Því mega stjórnvöld búast við greiðslu lána frá sjóðnum á næstunni.

Auglýst eftir forstjóra Bankasýslu ríkisins

Bankasýsla ríkisins hefur auglýst embætti forstjóra laust til umsóknar. Bankasýsla ríkisins hefur tekið við eigandahlutverki í viðskiptabönkunum þremur. Lúkning samninga við kröfuhafa verður þó áfram á hendi fjármálaráðherra.

Bjarni Ármannsson hættir sem ræðismaður Lúxemborgar

Fyrrum bankastjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, lét af störfum sem ræðismaður Lúxemborgar í Reykjavík í janúar 2008 en tilkynning þess eðlis er birt í lögbirtingablaðinu í dag fyrir hönd utanríkisráðuneytisins.

Stöðugleikasáttmálinn: Sögulegur áfangi í að auka tiltrú á framtíðina

Í yfirlýsingunni, sem gefin er út með hliðsjón af stöðugleikaviðræðum, og kemur frá forsætisráðuneytinu, segir að gerð stöðugleikasáttmálans síðastliðið vor hafi verið sögulegur og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina.

Stefán Eiríksson: Dómstólar hafa svarað kalli lögreglumanna

„Við fyrstu sýn er ég mjög sáttur við þennan dóm,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu um nýfallinn refsidóm yfir sjö mönnum sem réðust á tvo lögregluþjóna í Árbænum í október á síðasta ári.

Þrjátíu manns af Rúv í forgangshópi vegna svínaflensu

Þrjátíu starfsmenn Ríkisútvarpsins eru í forgangi í bólusetningu vegna svínaflensu. Ríkislöglreglustjóri hafði beðið RÚV um lista yfir hverjir ættu að fá bólusetningu svo hægt væri að halda úti lágmarks útsendingu. Á listanum eru frétta- og tæknimenn undir fimmtugt. Nú þegar hafa flestir í hópnum verið bólusettir.

Fordæmir árás í Kabúl - Íslendingarnir óhultir

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og norrænir starfsbræður hans, fordæmdu í dag á blaðamannafundi í Stokkhólmi hina mannskæðu hryðjuverkaárás sem gerð var á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Kabúl í morgun.

Lögguníðingarnir í Árbæ dæmdir í fangelsi

Sjö karlmenn voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir sem allir eru meðlimir í þekktu gengi filipseyinga, réðust á tvo lögregluþjóna í Árbæ, sem komu í samkvæmi þar sem kvartað hafði verið undan hávaða. Árásin þótti með öllu tilefnislaus en þrír mannanna hlutu 9 mánaða fangelsisdóm.

Lögreglan kölluð í „blóðugt“ partý

Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem menn halda ærlega upp á hrekkjuvökuna. Slíkt er líka gert á Íslandi en það varð einmitt tilefni til afskipta lögreglu á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Lögreglu bárust fréttir af grunsamlegum vettvangi og fylgdi sögunni að þar væri allt útatað í blóði.

Íslendingar neyddir til einhliða ákvörðunar um makrílveiðar

Íslensk stjórnvöld eru neydd til að taka einhliða ákvöðrun um makrílveiðar sínar á næsta ári. Íslendingar fá ekki að koma að samningum um þessar veiðar þar sem ESB, Noregur og Færeyjar vilja ekki viðurkenna stöðu Íslands sem strandríkis.

Sjóðsstjóri og miðlari fyrir rétt á morgun

Aðalmeðferð fer fram í sakamáli gegn fyrrverandi sjóðsstjóra peningamarkaðssjóðs Kaupþings og skuldabréfamiðlara sama banka á morgun. Sjóðstjórinn, Daníel Þórðarson og skuldabréfamiðlarinn Stefnir Ingi Agnarsson, hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir markaðsmisnotkun með því að búa til falska eftirspurn og hækka verð á skuldabréfum í Exista í janúar og febrúar á síðasta ári. Exista var þá aðaleigandi Kaupþings.

Lögfræðingar á Norður- og Austurlandi: lífsgæði verða skert

Aðalfundur félags lögfræðinga á Norður- og Austurlandi, sem haldinn var á Egilsstöðum 24. október síðastliðinn, var samþykkt ályktun sem mótmælir eindregið og varar við framkomnum hugmyndum um sameiningu og niðurlagningu ýmissa embætta sem nú starfa á landsbyggðinni.

Sjá næstu 50 fréttir