Innlent

Helgi kjörinn forseti

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar.

Helgi Hjörvar alþingismaður var kjörinn forseti Norðurlandaráðs á þingi ráðsins í Stokkhólmi í dag. Hann tekur við um áramót þegar Ísland tekur við formennsku í ráðinu. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki var kosinn varaforseti.

Helgi hyggst setja á oddinn baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi, mansali, öryggi í efnahagssamstarfi og loftslagsmálum. Stjórnsýsluhindranir eru honum einnig hugleiknar, en ein slík tengist honum persónulega, því Helgi getur ekki tekið blindrahundinn Herra X með sér í ferðalög um Norðurlöndin. Hinn fjögurra ára gamli labrador Herra X þarf nefnilega ávallt að fara í sóttkví í mánuð eftir heimkomu til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×