Innlent

Bruni á Bergþórshvoli

Mynd/ Guðný
Mynd/ Guðný

Tilkynnt var um eld í gömlu mannlausu húsi á Dalvík um klukkan fimm í morgun. Um er að ræða járnklætt timburhús,sem kallað er Bergþórshvoll, sem enginn hefur búið í um tíma og engin starfssemi verið í.

Að sögn lögreglu er óljóst um eldsupptök á þessari stundu en talið er að húsið hafi verið friðað. Slökkvistarfi er lokið og gekk heldur erfiðlega þar sem logaði glatt í einangrun hússinn.

Að sögn lögreglu er húsið gjörónýtt en það var byggt á fyrri hluta síðustu aldar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×