Fleiri fréttir Síldarkvótinn að klárast Veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum fer senn að ljúka þar sem skipin eru um það bil að klára kvóta sína. Einhver eru þegar búin, önnur í síðustu veiðiferð og nokkur eiga eitthvað meira eftir. 9.9.2009 07:06 Rændi 11-11 við Laugaveg Karlmaður, klæddur svartri hettupeysu, framdi rán í versluninni 11-11 við Laugaveg í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi og komst undan. 9.9.2009 06:54 Verðtrygging miðist við laun Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. 9.9.2009 06:15 Endurskipulagning framhaldsskólanna komin vel á veg Tveir framhaldsskólar bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs. Um tilraunaverkefni er að ræða og segir menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, að verði reynslan úr því góð gæti þetta leitt til endurskipulagningar á framhaldsskólakerfinu. Skólarnir sjálfir hafi þó sjálfdæmi um hvort þeir taki kerfið upp, reynist það vel. 9.9.2009 06:00 Óttast niðurskurð á fé til forvarnastarfs Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra deilir áhyggjum heilbrigðisstarfsfólks um að fé til forvarna kunni að skerðast á næstu misserum. Hann leggur áherslu á að handbært fé verði nýtt af hugkvæmni og árangur forvarnastarfs þurfi ekki að minnka þrátt fyrir lægri fjárframlög. 9.9.2009 06:00 Lán verði tengd launum frekar en verðlagi Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz telur að ríkinu beri að leiðrétta gölluð húsnæðislán fólks, bæði verð- og gengistryggð. Hann vill halda í krónuna, nema ESB komi betur til móts við svæði sem eiga í vanda. Vísitala til grundvallar verðtryggingu skuli byggja á launum hér eftir. 9.9.2009 06:00 Kærður fyrir að aka snjótroðara á mann Afar sérstætt líkamsárásarmál hefur verið kært til lögreglunnar á Selfossi. Karlmaður hefur kært annan mann fyrir að aka á sig á snjótroðara uppi á jökli, þannig að meiðsl hlutust af. Meint líkamsárás með snjótroðaranum átti sér stað síðastliðinn föstudag. 9.9.2009 05:30 Vill sátt um aðhaldsaðgerðir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætlar að leita eftir þverpólitískri samvinnu um málefni Landhelgisgæslunnar. Hún hyggst setja á fót starfshóp þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu með embættismönnum úr dómsmálaráðuneytinu og frá Landhelgisgæslunni. 9.9.2009 05:00 Kreppa áfram næstu árin Ólíklegt er að Ísland komist út úr kreppunni fyrr en eftir nokkur ár, að mati sérfræðinga greiningar Íslandsbanka. Atvinnuleysi á enn eftir að aukast, kaupmáttur mun rýrna meira og húsnæðisverð lækka áður en kreppunni slotar. 9.9.2009 05:00 Íslenskir dagar í Seattle „Þetta er dæmi um gríðarlega vel heppnað samstarf stjórnvalda og fyrirtækja í landinu. Einnig er þetta góð fyrirmynd í því efni, því miklu máli skiptir að þessir aðilar séu samstiga,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. 9.9.2009 04:00 Hver nemandi kostar 1,1 milljón króna Ísland eyðir hlutfallslega mest allra aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) til menntamála, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem stofnunin hefur sent frá sér. 9.9.2009 03:00 Hrúturinn Steinsi rangt kyngreindur Margir fjárglöggir lesendur Fréttablaðsins höfðu samband í gær til að benda á mistök í texta með forsíðumynd blaðsins. Þeir áttuðu sig á því að á myndinni var ekki gimbur á ferð heldur hrútur. Einnig kom í ljós að hrúturinn var ekki aðeins rangt kyngreindur heldur einnig rangnefndur. Rétt nafn er Steinsi. 9.9.2009 02:00 Rætt verður við umsækjendur Starfsmenn menntamálaráðuneytisins munu á næstu dögum ræða við umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra. Þeim til aðstoðar verður sérfræðingur í mannauðsmálum. Að því ferli loknu mun ráðherra skipa í stöðuna. 9.9.2009 01:30 Framfærsla námslána hækkar Menntamála- og félagsmálaráðuneytin hafa unnið að tillögum um samstarf Atvinnuleysistryggingasjóðs og Lánasjóðs íslenskra námsmanna. 9.9.2009 01:00 Nær 30 ljósalömpum stolið Brotist var inn í gróðrarstöðina Espiflöt í Biskupstungum í fyrrinótt. Þeir sem voru þar að verki höfðu með sér 28 ljósalampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. 9.9.2009 00:30 Frá Góðu fólki til samgönguráðherra Ingvar Sverrisson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður samgönguráðherra en samkvæmt heimildum Vísis var það í gær sem ráðningin var ákveðin. 8.9.2009 22:29 Baugur skuldar forsetadóttur Dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, Guðrún Tinna, gerði rétt rúmlega 6 milljón króna launakröfu í þrotabú Baugs samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum. 8.9.2009 20:12 Bótanefnd vegna vistheimila sett á laggirnar Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að starfshópi á vegum forsætisráðuneytis verði falið að semja drög að frumvarpi til laga þar sem mælt verði fyrir um greiðslu bóta til þeirra sem hafa orðið fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum ríkisins. 8.9.2009 17:55 Yfirlýsing frá Félagi heyrnalausra Félag heyrnarlausra hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir árétta að það sé mikilvægt að málefni Heyrnaleysingjaskólans hafi verið til lykta leidd. 8.9.2009 20:59 Móðir stofnar óskabrunn Móðir 3 ára stúlku sem glímir við sjálfsofnæmi og er föst við öndunarvél hefur stofnað styrktarfélagið Óskabrunn fyrir hana og fjölskyldur langveikra barna sem vilja leita lækninga út fyrir landsteinana en fá ekki greitt frá íslenska kerfinu. 8.9.2009 19:18 Hvalir gætu verið hættulegir Þau nánu kynni sem tókust milli manna og steypireyðar á Ströndum á dögunum eru talin einstök hér við land. Hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnun varar þó eindregið við því að menn reyni slíkt, enda geti stórhveli reynst stórhættuleg og hæglega sökkt smábátum. 8.9.2009 19:16 Kalla eftir efndum á stöðugleikasáttmála Stöðugleikasáttmálinn er í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda, að mati forystumanna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, sem funduðu um málið í dag. Þeir segja hugmyndir um vaxtahækkun ögrun og segja pólitískar æfingar koma í veg fyrir að virkjanaframkvæmdir komist í gang. 8.9.2009 18:54 „Sorrí Stína er ekki nóg“ Vistin á Kumbaravogi var ein sorgarsaga sem hefur skilið eftir sig ör, segir aðstandandi systkina sem þar voru vistuð. 8.9.2009 18:43 Kviknaði í sófa í Álfaborgum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er búinn að slökkva eld í íbúð í Álfaborgum í Grafarvogi en samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins kviknaði í sófa inn í íbúð. Íbúarnir voru ekki heima þegar eldurinn blossaði upp. 8.9.2009 17:24 Tíu stútar teknir um helgina Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudagskvöld, tveir á laugardag og sex á sunnudag. 8.9.2009 17:16 Papeyjarsmyglmenn áfram í gæsluvarðhaldi Tveir sakborninga sem voru dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl í svokölluðu Papeyjarsmyglmáli, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald en þegar hafa þeir verið dæmdir í annarsvegar fimm og níu ára fangelsi. 8.9.2009 17:07 Slökkviliðið kallað í Álfaborgum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leið að Álfaborgum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst tilkynning um að fjölbýlishús í götunni væri fullt af reyk. Slökkviliðsmenn voru ekki komnir á staðinn síðast þegar Vísir frétti og því ekki vitað hvort um eld var að ræða. 8.9.2009 17:06 Mál séra Gunnars í höndum biskups „Við fengum það út úr úrskurðinum sem við vildum í rauninni, en við vildum láta kanna hvort þetta bryti ekki gegn siðareglum Prestafélagsins,“ segir Eysteinn Jónasson, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju, um nýlega niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í máli séra Gunnars Björnssonar. Eysteinn segir málið nú vera í höndum biskups. 8.9.2009 16:41 Það er gott að búa í Skagafirði Níu af hverjum tíu Skagfirðingum eru ánægðir með að búa í Skagafirði og næstum 8 af hverjum 10 segjast ánægðir með lífsgæði í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun sem Capacent Gallup vann fyrir sveitarfélagið Skagafjörð þar sem viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins og búsetu var kannað. Íbúarnir eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins svo sem þjónustu við barnafjölskyldur, þó að einstaka þætti í þjónustunni þurfi að laga. 8.9.2009 16:36 Brotist inn í fyrirtæki í Nethyl Á tíunda tímanum í morgun var brotist inn í fyrirtæki í Nethyl í Reykjavík og þaðan stolið nokkru magni af tölvubúnaði. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. 8.9.2009 16:30 Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá. 8.9.2009 16:07 Árni Páll: Ótvírætt að kerfið brást algerlega Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra segir að niðurstöður skýrslu vistheimilanefndar sýni ótvírætt að opinbert eftirlit hafi brugðist í öllum tilvikum. Skýrslan sem birt var í dag fjallar um Heyrnleysingjaskólann, vistheimlið á Kumbaravogi og stúlknaheimilið á Bjargi. „Þessi staðreynd hefur valdið fjölda fólks miklum sársauka og á því er rétt og skylt að biðjast afsökunar" segir Árni Páll. 8.9.2009 15:33 Rændur í annað sinn á skömmum tíma „Ég ætla að vona að ég hafi ekki gert neinum neitt svo ég eigi þetta skilið,“ segir Viðar Már Þorsteinsson, símsmiður, sem, hefur lent í því í tvígang með skömmu millibili að annarsvegar reiðhjóli hans og hinsvegar dekkjum og felgum undan bifreið hans hafi verið stolið. Hann telur allt eins líklegt að hann fá seinna tjónið ekki bætt. 8.9.2009 15:27 Sjómenn ósáttir við niðurskurð hjá Gæslunni Sjómenn hafa margoft gert athugasemdir við skerta starfsemi Landhelgisgæslunnar, segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. 8.9.2009 15:18 Innlend orka á bílaflotann gæti sparað milljarð Íslendingar gætu sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Framtíðarorku en næstkomandi mánudag mun hópur alþjóðlegra sérfræðinga funda í Reykjavík á mánudag til að fjalla um hvernig framkvæma megi slíka kerfisbreytingu. 8.9.2009 14:34 Einungis ein þyrluáhöfn á vakt Einungis ein áhöfn verður á vakt á þyrlu Landhelgisgæslunnar frá næsta föstudegi og til mánaðaloka. Þetta staðfesti Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. 8.9.2009 14:00 Bretar og Hollendingar hafa ekki svarað fundarboði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur enn ekki fengið formleg svör frá Bretum og Hollendingum vegna fyrirvara sem Alþingi gerði við ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans. 8.9.2009 13:16 Lítill og ræfilslegur þetta haustið Fossinn Hverfandi verður lítill og ræfilslegur í ár, að mati stöðvarstjóra Kárahnjúkavirkjunar, sem spáir því að rennsli hans verði aðeins um einn tuttugasti af því sem var á sama tíma í fyrra. 8.9.2009 13:00 Svartur kafli í sögu þjóðarinnar Forsætisráðherra segir fyrstu áfangaskýrslu vistheimilisnefndar sýna svartan kafla í sögu þjóðarinnar. Skýrsla starfshóps um heimili í Kumbaravogi, Skólaheimilinu Bjargi og í Heyrnleysingarskólanum var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra ræddi við blaðamenn um skýrsluna eftir fundinn. 8.9.2009 12:25 Unnusta árásarmanns veittist að lögreglu Átök urðu á milli tveggja manna á Strembugötu í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudagsins. Mennirnir voru á leið heim eftir að hafa verið að skemmta sér í Höllinni þegar annar þeirra sparkaði í höfuð hins. 8.9.2009 12:13 Stækkunarstjóri ESB fundar með ráðamönnum Stækkunarstjóri Evrópusambandsins kemur til landsins í dag og fundar með íslenskum ráðamönnum. Hann mun þá afhenda forsætisráðherra ítarlega spurningalista frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB. 8.9.2009 12:12 Þúsundasti bæjarstjórnarfundurinn Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Kópavogs verður haldinn í dag. Bæjarstjórinn segir að lítið verði um hátíðarhöld. Þess í stað muni bæjarstjórnin í tilefni tímamótanna láta pening af hendi rakna til góðgerðamála. 8.9.2009 12:02 AGS: Samkomulag um forsendur í höfn Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að íslensk stjórnvöld og starfsmenn sjóðsins hafi náð samkomulagi um þær forsendur sem endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands skuli byggja á. Fjármálaráðherra bindur vonir við að fyrsta endurskoðun sjóðsins fari fram í síðari hluta septembermánaðar. 8.9.2009 12:00 Hyggjast finna 500 manns atvinnu Gunnar Karl Níelsson og Daníel Björnsson myndlistarmaður stefna á að stofnuð verði að minnsta kosti 50 fyrirtæki sem veiti að minnsta kosti 500 manns atvinnu á tveimur árum. Þessu markmiði hyggjast þeir ná í gegnum svokallað Hugmyndahús Háskólanna sem sett hefur verið á legg. 8.9.2009 11:38 Sala orkufyrirtækja til einkaaðila glapræði Vinstri græn í Reykjavík fordæma fyrirætlanir meirihluta borgarstjórnar um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Sala orkufyrirtækja til einkaaðila sé glapræði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í Reykjavík í gær. 8.9.2009 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Síldarkvótinn að klárast Veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum fer senn að ljúka þar sem skipin eru um það bil að klára kvóta sína. Einhver eru þegar búin, önnur í síðustu veiðiferð og nokkur eiga eitthvað meira eftir. 9.9.2009 07:06
Rændi 11-11 við Laugaveg Karlmaður, klæddur svartri hettupeysu, framdi rán í versluninni 11-11 við Laugaveg í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi og komst undan. 9.9.2009 06:54
Verðtrygging miðist við laun Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. 9.9.2009 06:15
Endurskipulagning framhaldsskólanna komin vel á veg Tveir framhaldsskólar bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs. Um tilraunaverkefni er að ræða og segir menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, að verði reynslan úr því góð gæti þetta leitt til endurskipulagningar á framhaldsskólakerfinu. Skólarnir sjálfir hafi þó sjálfdæmi um hvort þeir taki kerfið upp, reynist það vel. 9.9.2009 06:00
Óttast niðurskurð á fé til forvarnastarfs Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra deilir áhyggjum heilbrigðisstarfsfólks um að fé til forvarna kunni að skerðast á næstu misserum. Hann leggur áherslu á að handbært fé verði nýtt af hugkvæmni og árangur forvarnastarfs þurfi ekki að minnka þrátt fyrir lægri fjárframlög. 9.9.2009 06:00
Lán verði tengd launum frekar en verðlagi Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz telur að ríkinu beri að leiðrétta gölluð húsnæðislán fólks, bæði verð- og gengistryggð. Hann vill halda í krónuna, nema ESB komi betur til móts við svæði sem eiga í vanda. Vísitala til grundvallar verðtryggingu skuli byggja á launum hér eftir. 9.9.2009 06:00
Kærður fyrir að aka snjótroðara á mann Afar sérstætt líkamsárásarmál hefur verið kært til lögreglunnar á Selfossi. Karlmaður hefur kært annan mann fyrir að aka á sig á snjótroðara uppi á jökli, þannig að meiðsl hlutust af. Meint líkamsárás með snjótroðaranum átti sér stað síðastliðinn föstudag. 9.9.2009 05:30
Vill sátt um aðhaldsaðgerðir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ætlar að leita eftir þverpólitískri samvinnu um málefni Landhelgisgæslunnar. Hún hyggst setja á fót starfshóp þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu með embættismönnum úr dómsmálaráðuneytinu og frá Landhelgisgæslunni. 9.9.2009 05:00
Kreppa áfram næstu árin Ólíklegt er að Ísland komist út úr kreppunni fyrr en eftir nokkur ár, að mati sérfræðinga greiningar Íslandsbanka. Atvinnuleysi á enn eftir að aukast, kaupmáttur mun rýrna meira og húsnæðisverð lækka áður en kreppunni slotar. 9.9.2009 05:00
Íslenskir dagar í Seattle „Þetta er dæmi um gríðarlega vel heppnað samstarf stjórnvalda og fyrirtækja í landinu. Einnig er þetta góð fyrirmynd í því efni, því miklu máli skiptir að þessir aðilar séu samstiga,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. 9.9.2009 04:00
Hver nemandi kostar 1,1 milljón króna Ísland eyðir hlutfallslega mest allra aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) til menntamála, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem stofnunin hefur sent frá sér. 9.9.2009 03:00
Hrúturinn Steinsi rangt kyngreindur Margir fjárglöggir lesendur Fréttablaðsins höfðu samband í gær til að benda á mistök í texta með forsíðumynd blaðsins. Þeir áttuðu sig á því að á myndinni var ekki gimbur á ferð heldur hrútur. Einnig kom í ljós að hrúturinn var ekki aðeins rangt kyngreindur heldur einnig rangnefndur. Rétt nafn er Steinsi. 9.9.2009 02:00
Rætt verður við umsækjendur Starfsmenn menntamálaráðuneytisins munu á næstu dögum ræða við umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra. Þeim til aðstoðar verður sérfræðingur í mannauðsmálum. Að því ferli loknu mun ráðherra skipa í stöðuna. 9.9.2009 01:30
Framfærsla námslána hækkar Menntamála- og félagsmálaráðuneytin hafa unnið að tillögum um samstarf Atvinnuleysistryggingasjóðs og Lánasjóðs íslenskra námsmanna. 9.9.2009 01:00
Nær 30 ljósalömpum stolið Brotist var inn í gróðrarstöðina Espiflöt í Biskupstungum í fyrrinótt. Þeir sem voru þar að verki höfðu með sér 28 ljósalampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. 9.9.2009 00:30
Frá Góðu fólki til samgönguráðherra Ingvar Sverrisson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður samgönguráðherra en samkvæmt heimildum Vísis var það í gær sem ráðningin var ákveðin. 8.9.2009 22:29
Baugur skuldar forsetadóttur Dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, Guðrún Tinna, gerði rétt rúmlega 6 milljón króna launakröfu í þrotabú Baugs samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum. 8.9.2009 20:12
Bótanefnd vegna vistheimila sett á laggirnar Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að starfshópi á vegum forsætisráðuneytis verði falið að semja drög að frumvarpi til laga þar sem mælt verði fyrir um greiðslu bóta til þeirra sem hafa orðið fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum ríkisins. 8.9.2009 17:55
Yfirlýsing frá Félagi heyrnalausra Félag heyrnarlausra hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir árétta að það sé mikilvægt að málefni Heyrnaleysingjaskólans hafi verið til lykta leidd. 8.9.2009 20:59
Móðir stofnar óskabrunn Móðir 3 ára stúlku sem glímir við sjálfsofnæmi og er föst við öndunarvél hefur stofnað styrktarfélagið Óskabrunn fyrir hana og fjölskyldur langveikra barna sem vilja leita lækninga út fyrir landsteinana en fá ekki greitt frá íslenska kerfinu. 8.9.2009 19:18
Hvalir gætu verið hættulegir Þau nánu kynni sem tókust milli manna og steypireyðar á Ströndum á dögunum eru talin einstök hér við land. Hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnun varar þó eindregið við því að menn reyni slíkt, enda geti stórhveli reynst stórhættuleg og hæglega sökkt smábátum. 8.9.2009 19:16
Kalla eftir efndum á stöðugleikasáttmála Stöðugleikasáttmálinn er í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda, að mati forystumanna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, sem funduðu um málið í dag. Þeir segja hugmyndir um vaxtahækkun ögrun og segja pólitískar æfingar koma í veg fyrir að virkjanaframkvæmdir komist í gang. 8.9.2009 18:54
„Sorrí Stína er ekki nóg“ Vistin á Kumbaravogi var ein sorgarsaga sem hefur skilið eftir sig ör, segir aðstandandi systkina sem þar voru vistuð. 8.9.2009 18:43
Kviknaði í sófa í Álfaborgum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er búinn að slökkva eld í íbúð í Álfaborgum í Grafarvogi en samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins kviknaði í sófa inn í íbúð. Íbúarnir voru ekki heima þegar eldurinn blossaði upp. 8.9.2009 17:24
Tíu stútar teknir um helgina Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudagskvöld, tveir á laugardag og sex á sunnudag. 8.9.2009 17:16
Papeyjarsmyglmenn áfram í gæsluvarðhaldi Tveir sakborninga sem voru dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl í svokölluðu Papeyjarsmyglmáli, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald en þegar hafa þeir verið dæmdir í annarsvegar fimm og níu ára fangelsi. 8.9.2009 17:07
Slökkviliðið kallað í Álfaborgum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leið að Álfaborgum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst tilkynning um að fjölbýlishús í götunni væri fullt af reyk. Slökkviliðsmenn voru ekki komnir á staðinn síðast þegar Vísir frétti og því ekki vitað hvort um eld var að ræða. 8.9.2009 17:06
Mál séra Gunnars í höndum biskups „Við fengum það út úr úrskurðinum sem við vildum í rauninni, en við vildum láta kanna hvort þetta bryti ekki gegn siðareglum Prestafélagsins,“ segir Eysteinn Jónasson, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju, um nýlega niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í máli séra Gunnars Björnssonar. Eysteinn segir málið nú vera í höndum biskups. 8.9.2009 16:41
Það er gott að búa í Skagafirði Níu af hverjum tíu Skagfirðingum eru ánægðir með að búa í Skagafirði og næstum 8 af hverjum 10 segjast ánægðir með lífsgæði í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun sem Capacent Gallup vann fyrir sveitarfélagið Skagafjörð þar sem viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins og búsetu var kannað. Íbúarnir eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins svo sem þjónustu við barnafjölskyldur, þó að einstaka þætti í þjónustunni þurfi að laga. 8.9.2009 16:36
Brotist inn í fyrirtæki í Nethyl Á tíunda tímanum í morgun var brotist inn í fyrirtæki í Nethyl í Reykjavík og þaðan stolið nokkru magni af tölvubúnaði. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. 8.9.2009 16:30
Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá. 8.9.2009 16:07
Árni Páll: Ótvírætt að kerfið brást algerlega Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra segir að niðurstöður skýrslu vistheimilanefndar sýni ótvírætt að opinbert eftirlit hafi brugðist í öllum tilvikum. Skýrslan sem birt var í dag fjallar um Heyrnleysingjaskólann, vistheimlið á Kumbaravogi og stúlknaheimilið á Bjargi. „Þessi staðreynd hefur valdið fjölda fólks miklum sársauka og á því er rétt og skylt að biðjast afsökunar" segir Árni Páll. 8.9.2009 15:33
Rændur í annað sinn á skömmum tíma „Ég ætla að vona að ég hafi ekki gert neinum neitt svo ég eigi þetta skilið,“ segir Viðar Már Þorsteinsson, símsmiður, sem, hefur lent í því í tvígang með skömmu millibili að annarsvegar reiðhjóli hans og hinsvegar dekkjum og felgum undan bifreið hans hafi verið stolið. Hann telur allt eins líklegt að hann fá seinna tjónið ekki bætt. 8.9.2009 15:27
Sjómenn ósáttir við niðurskurð hjá Gæslunni Sjómenn hafa margoft gert athugasemdir við skerta starfsemi Landhelgisgæslunnar, segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. 8.9.2009 15:18
Innlend orka á bílaflotann gæti sparað milljarð Íslendingar gætu sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Framtíðarorku en næstkomandi mánudag mun hópur alþjóðlegra sérfræðinga funda í Reykjavík á mánudag til að fjalla um hvernig framkvæma megi slíka kerfisbreytingu. 8.9.2009 14:34
Einungis ein þyrluáhöfn á vakt Einungis ein áhöfn verður á vakt á þyrlu Landhelgisgæslunnar frá næsta föstudegi og til mánaðaloka. Þetta staðfesti Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu. 8.9.2009 14:00
Bretar og Hollendingar hafa ekki svarað fundarboði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur enn ekki fengið formleg svör frá Bretum og Hollendingum vegna fyrirvara sem Alþingi gerði við ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans. 8.9.2009 13:16
Lítill og ræfilslegur þetta haustið Fossinn Hverfandi verður lítill og ræfilslegur í ár, að mati stöðvarstjóra Kárahnjúkavirkjunar, sem spáir því að rennsli hans verði aðeins um einn tuttugasti af því sem var á sama tíma í fyrra. 8.9.2009 13:00
Svartur kafli í sögu þjóðarinnar Forsætisráðherra segir fyrstu áfangaskýrslu vistheimilisnefndar sýna svartan kafla í sögu þjóðarinnar. Skýrsla starfshóps um heimili í Kumbaravogi, Skólaheimilinu Bjargi og í Heyrnleysingarskólanum var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra ræddi við blaðamenn um skýrsluna eftir fundinn. 8.9.2009 12:25
Unnusta árásarmanns veittist að lögreglu Átök urðu á milli tveggja manna á Strembugötu í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudagsins. Mennirnir voru á leið heim eftir að hafa verið að skemmta sér í Höllinni þegar annar þeirra sparkaði í höfuð hins. 8.9.2009 12:13
Stækkunarstjóri ESB fundar með ráðamönnum Stækkunarstjóri Evrópusambandsins kemur til landsins í dag og fundar með íslenskum ráðamönnum. Hann mun þá afhenda forsætisráðherra ítarlega spurningalista frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB. 8.9.2009 12:12
Þúsundasti bæjarstjórnarfundurinn Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Kópavogs verður haldinn í dag. Bæjarstjórinn segir að lítið verði um hátíðarhöld. Þess í stað muni bæjarstjórnin í tilefni tímamótanna láta pening af hendi rakna til góðgerðamála. 8.9.2009 12:02
AGS: Samkomulag um forsendur í höfn Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að íslensk stjórnvöld og starfsmenn sjóðsins hafi náð samkomulagi um þær forsendur sem endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands skuli byggja á. Fjármálaráðherra bindur vonir við að fyrsta endurskoðun sjóðsins fari fram í síðari hluta septembermánaðar. 8.9.2009 12:00
Hyggjast finna 500 manns atvinnu Gunnar Karl Níelsson og Daníel Björnsson myndlistarmaður stefna á að stofnuð verði að minnsta kosti 50 fyrirtæki sem veiti að minnsta kosti 500 manns atvinnu á tveimur árum. Þessu markmiði hyggjast þeir ná í gegnum svokallað Hugmyndahús Háskólanna sem sett hefur verið á legg. 8.9.2009 11:38
Sala orkufyrirtækja til einkaaðila glapræði Vinstri græn í Reykjavík fordæma fyrirætlanir meirihluta borgarstjórnar um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Sala orkufyrirtækja til einkaaðila sé glapræði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í Reykjavík í gær. 8.9.2009 10:30