Innlent

Sjómenn ósáttir við niðurskurð hjá Gæslunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sævar Gunnarsson gagnrýnir harðlega niðurskurð hjá Landhelgisgæslunni. Mynd/ E. Ól.
Sævar Gunnarsson gagnrýnir harðlega niðurskurð hjá Landhelgisgæslunni. Mynd/ E. Ól.
Sjómenn hafa margoft gert athugasemdir við skerta starfsemi Landhelgisgæslunnar, segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er útlit fyrir að einungis ein þyrluáhöfn verði tiltæk á vakt frá 12. september til mánaðamóta í stað tveggja eins og verið hefur undanfarin tvö ár. Ástæðan er sú að vegna niðurskurðar hjá Landhelgisgæslunni hafa stjórnendur hennar sagt upp þyrluflugmönnum og öðrum starfsmönnum að undanförnu.

Sævar sagðist ekki hafa heyrt af þessu þegar Vísir náði tali af honum. Hins vegar gagnrýndu sjómenn alltaf ef skera ætti niður þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. „Við erum búnir að því margsinnis, bæði formlega og óformlega, að gera athugasemdir," segir Sævar. Sjómenn láti málefni sem þetta sér ekki óviðkomandi. „Þetta er okkar sjúkrabíll," segir Sævar.




Tengdar fréttir

Einungis ein þyrluáhöfn á vakt

Einungis ein áhöfn verður á vakt á þyrlu Landhelgisgæslunnar frá næsta föstudegi og til mánaðaloka. Þetta staðfesti Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×