Innlent

Nær 30 ljósalömpum stolið

ljósalampar Stolnir ljósalampar finnast gjarnan þegar kannabisverksmiðjur eru upprættar.
ljósalampar Stolnir ljósalampar finnast gjarnan þegar kannabisverksmiðjur eru upprættar.

Brotist var inn í gróðrarstöðina Espiflöt í Biskupstungum í fyrrinótt. Þeir sem voru þar að verki höfðu með sér 28 ljósalampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Engar upplýsingar höfðu borist af mannaferðum í gær, enda þjófarnir við iðju sína í skjóli nætur.

Talsvert hefur verið um þjófnaði af þessu tagi úr gróðurhúsum undanfarin misseri. Stolnu lamparnir hafa gjarnan fundist þegar kannabisræktanir hafa verið upprættar.

Lögreglan á Selfossi rannsakar innbrotið í gróðrarstöðina. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×