Innlent

Árni Páll: Ótvírætt að kerfið brást algerlega

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra segir að niðurstöður skýrslu vistheimilanefndar sýni ótvírætt að opinbert eftirlit hafi brugðist í öllum tilvikum. Skýrslan sem birt var í dag fjallar um Heyrnleysingjaskólann, vistheimlið á Kumbaravogi og stúlknaheimilið á Bjargi. „Þessi staðreynd hefur valdið fjölda fólks miklum sársauka og á því er rétt og skylt að biðjast afsökunar" segir Árni Páll.

Árni segir að yfirvöldum sé skylt að læra af reynslunni og láta verkin tala. „Það er óhjákvæmilegt að koma á algerlega sjálfstæðu eftirliti með velferðarþjónustu á vegum hins opinbera og skilja slíkt eftirlit með öllu frá þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvar og hvernig þjónusta er veitt, svo ekki sé minnst á þær stofnanir sem þjónustuna veita," segir Árni Páll og bendir á að þannig verði eftirlit styrkt og algert hlutleysi tryggt.

„Við skuldum því fólki sem á um sárt að binda vegna mistaka í fortíðinni að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að slíkir atburðir hendi aldrei aftur," segir ráðherrann að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×