Innlend orka á bílaflotann gæti sparað milljarð 8. september 2009 14:34 Tesla Roadster er dæmi um háþróaðan rafmagnsbíl. Íslendingar gætu sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Framtíðarorku en næstkomandi mánudag mun hópur alþjóðlegra sérfræðinga funda í Reykjavík á mánudag til að fjalla um hvernig framkvæma megi slíka kerfisbreytingu. „Ísland þykir mjög spennandi vettvangur fyrir slíkar lausnir vegna þeirrar sérstöðu að landið hefur þegar farið í gegnum kerfisbreytingu í orkumálum þegar skipt var úr kolum og olíu í jarðvarma til húshitunar. Í þessu samhengi má spyrja hvar þjóðin væri stödd ef við notuðum enn innflutta olíu og kol til húshitunar?," segir ennfremur í tilkynningunni. Að mati Framtíðarorku er Ísland án innfluttrar orku á bílana raunhæft takmark á næstu tíu til tuttugu árum. „Metanbílar eru til í mörgum útgáfum í dag, þeir eru um tuttugu prósent ódýrari í innkaupum en sambærilegir bensín og díselbílar og eldsneytiskostnaður þeirra er allt að helmingi minni. Á ruslahaugum í Álfsnesi framleiðir Metan hf metangas sem nægir til að knýja um það bil fjögur þúsund bíla árlega og miklir möguleikar eru á að auka framleiðsluna víða um land. Aðeins rúmlega eitthundrað slíkir bílar eru á götunum." Fjöldi gesta á ráðstefnunni Fimmtán sérfræðingar frá stærstu og athyglisverðustu bílaframleiðendum heims, framsæknustu orkufyrirtækjum og rafhlöðuframleiðendum veraldar, háskólum og nágrannaborgum og löndum mynda kraftmikinn hóp ræðumanna sem hittist á Driving Sustainability ráðstefnunni sem Framtíðarorka stendur nú fyrir þriðja árið í röð. Þeir munu veita innsýn í stefnumótun og hagkvæmustu tæknilausnirnar í grænum samgöngum sem eru í boði í dag og verða það á allra næstu árum. Nú þegar eru skráðir um 150 þátttakendur frá 25 löndum þar á meðal öllum Norðurlöndum, fjölmörgum Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Japan, Kína og víðar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands setur ráðstefnuna en henni lýkur á þriðjudag eftir viku. Gestgjafar ráðstefnunnar eru Norræna Ráðherranefndin og Reykjavíkurborg. Bakhjarlar hennar eru Mitsubishi í Japan, N1, Orkuveita Reykjavíkur, Metan, Orkustofnun, Toyota, Sænska Sendiráðið á Íslandi, Iðnaðarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið og Umhverfisráðuneytið auk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Íslendingar gætu sparað rúmlega einn milljarð króna í gjaldeyri í hverjum mánuði með því að hætta að nota olíu og bensín á bílaflotann og skipta yfir í innlenda orkugjafa svo sem rafmagn og metan. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá Framtíðarorku en næstkomandi mánudag mun hópur alþjóðlegra sérfræðinga funda í Reykjavík á mánudag til að fjalla um hvernig framkvæma megi slíka kerfisbreytingu. „Ísland þykir mjög spennandi vettvangur fyrir slíkar lausnir vegna þeirrar sérstöðu að landið hefur þegar farið í gegnum kerfisbreytingu í orkumálum þegar skipt var úr kolum og olíu í jarðvarma til húshitunar. Í þessu samhengi má spyrja hvar þjóðin væri stödd ef við notuðum enn innflutta olíu og kol til húshitunar?," segir ennfremur í tilkynningunni. Að mati Framtíðarorku er Ísland án innfluttrar orku á bílana raunhæft takmark á næstu tíu til tuttugu árum. „Metanbílar eru til í mörgum útgáfum í dag, þeir eru um tuttugu prósent ódýrari í innkaupum en sambærilegir bensín og díselbílar og eldsneytiskostnaður þeirra er allt að helmingi minni. Á ruslahaugum í Álfsnesi framleiðir Metan hf metangas sem nægir til að knýja um það bil fjögur þúsund bíla árlega og miklir möguleikar eru á að auka framleiðsluna víða um land. Aðeins rúmlega eitthundrað slíkir bílar eru á götunum." Fjöldi gesta á ráðstefnunni Fimmtán sérfræðingar frá stærstu og athyglisverðustu bílaframleiðendum heims, framsæknustu orkufyrirtækjum og rafhlöðuframleiðendum veraldar, háskólum og nágrannaborgum og löndum mynda kraftmikinn hóp ræðumanna sem hittist á Driving Sustainability ráðstefnunni sem Framtíðarorka stendur nú fyrir þriðja árið í röð. Þeir munu veita innsýn í stefnumótun og hagkvæmustu tæknilausnirnar í grænum samgöngum sem eru í boði í dag og verða það á allra næstu árum. Nú þegar eru skráðir um 150 þátttakendur frá 25 löndum þar á meðal öllum Norðurlöndum, fjölmörgum Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Japan, Kína og víðar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands setur ráðstefnuna en henni lýkur á þriðjudag eftir viku. Gestgjafar ráðstefnunnar eru Norræna Ráðherranefndin og Reykjavíkurborg. Bakhjarlar hennar eru Mitsubishi í Japan, N1, Orkuveita Reykjavíkur, Metan, Orkustofnun, Toyota, Sænska Sendiráðið á Íslandi, Iðnaðarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið og Umhverfisráðuneytið auk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira