Innlent

Bretar og Hollendingar hafa ekki svarað fundarboði

Jóhanna vill hitta á fundum kollega sína, þá Gordon Brown og Jan Peter Balkenende.
Jóhanna vill hitta á fundum kollega sína, þá Gordon Brown og Jan Peter Balkenende.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur enn ekki fengið formleg svör frá Bretum og Hollendingum vegna fyrirvara sem Alþingi gerði við ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans.

Þegar Alþingi samþykkti fyrirvaranna vegna Icesave í lok síðasta mánaðar skrifaði Jóhanna Bretum og Hollendingum bréf vegna málsins.

Jóhanna upplýsti eftir ríkisstjórnarfund í morgun að engin formleg viðbrögð hefðu borist, en í þessum bréfum var meðal annars óskað eftir fundum með forsætisráðherrum landanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×