Innlent

Rændi 11-11 við Laugaveg

Karlmaður, klæddur svartri hettupeysu, framdi rán í versluninni 11-11 við Laugaveg í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi og komst undan. Lögreglu barst tilkynning um málið laust fyrir klukkan ellefu, en maðurinn var þá á bak og burt. Hann var vopnlaus og ekki grímuklæddur, en hafði í hótunum við stafsfólk og komst undan með einhverja peninga. Lögregla er nú að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum, í þeirri von að bera kennsl á hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×