Innlent

Baugur skuldar forsetadóttur

Höfuðstöðvar Baugs.
Höfuðstöðvar Baugs.

Dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, Guðrún Tinna, gerði rétt rúmlega 6 milljón króna launakröfu í þrotabú Baugs samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum.

Guðrún Tinna starfaði fyrir Baug þegar félagið fór í þrot.

Inn í kröfunni var fastur bifreiðastyrkur auk iðgjalds til lífeyrissjóðs og stéttafélags. Þrotabúið hafnaði þeirra kröfu og því fékk forsetadótturinn 6 milljónir.

Alls nema kröfur í þrotabúið 319,4 milljörðum íslenskra króna. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að skiptastjórar samþykkja rúma 59,6 milljarða eða um 18,6% af heildarkröfunum.

Meðal þeirra krafna sem hafnað eru kröfur Gaums og Haga, en þessi félög í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu.

Fyrrverandi starfsmenn Baugs gerðu kröfur í þrotabúið upp á rúmar 65 milljónir. 31 milljón er samþykkt en neitað er að greiða fyrir iðgjöld, bifreiðastyrk, bónusgreiðslur og greiðslu húsaleigu.


Tengdar fréttir

Hafna milljarðakröfum baugsfjölskyldunnar í Baug

Skiptastjórar þrotabús Baugs hafna rúmlega átta milljarða króna kröfu félaganna Gaums og Haga, en þau eru bæði í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Alls eru tæplega nítján prósent krafna samþykktar, en líklegt er að dómstólar muni úrskurða um hluta krafnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×