Innlent

Tíu stútar teknir um helgina

Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudagskvöld, tveir á laugardag og sex á sunnudag.

Sjö ökumannanna voru teknir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.

Þetta voru átta karlar á aldrinum 22-60 ára og tvær konur, 23 og 59 ára. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×