Innlent

Hyggjast finna 500 manns atvinnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Karl Níelsson og Daníel Björnsson myndlistarmaður stefna á að stofnuð verði að minnsta kosti 50 fyrirtæki sem veiti að minnsta kosti 500 manns atvinnu á tveimur árum. Þessu markmiði hyggjast þeir ná í gegnum svokallað Hugmyndahús Háskólanna sem sett hefur verið á legg.

Hugmyndahús Háskólanna er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands þar sem hönnun, listir, viðskipti og tækni mætast. Með verkefninu vilja skólarnir bregðast við ástandinu sem skapast hefur í þjóðfélaginu, grípa þau tækifæri sem felast í efnahagsástandinu og leggja sitt af mörkum til þess að gefa fólki tækifæri á að skapa í víðasta skilningi þess orðs.

Gunnar Karl Níelsson, sem er kennari við Háskólann í Reykjavík, og Daníel Björnsson myndlistarmaður eru verkefnastjórar Hugmyndahúss Háskólanna. Þeir munu kynna starfsemi og hugmyndafræði Hugmyndahússins í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur á fimmtudaginn klukkan 20.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×