Innlent

Móðir stofnar óskabrunn

Helga Arnardóttir. skrifar

Móðir 3 ára stúlku sem glímir við sjálfsofnæmi og er föst við öndunarvél hefur stofnað styrktarfélagið Óskabrunn fyrir hana og fjölskyldur langveikra barna sem vilja leita lækninga út fyrir landsteinana en fá ekki greitt frá íslenska kerfinu.

Baráttu Ellu Dísar þekkja eflaust margir. Hún greindist með sjálfsofnæmi fyrir rúmum tveimur árum og hefur nú misst allan líkamsmátt. Hún hefur gengist undir þrjár meðferðir erlendis og er föst við öndunarvél allan sólarhringinn. Í tvígang hefur fé verið safnað fyrir Ellu Dís og fengist hátt í sextán milljónir króna. Ragna segir það fé uppurið eftir læknismeðferðir og greiningar erlendis.

Nú hefur hún stofnað styrktarfélagið Óskabrunn sem ætlað er að hjálpa Ellu Dís og fjölskyldum veikra barna sem vilja leita úrræða erlendis.

Hildur Arnar móðir tveggja systra Gabríelu 9 ára og Aniku 7 ára sem greindust með Golden har heilkenni segist hafa eytt milljónum í lækningar út í Bandaríkjunum sem kerfið hafi ekki greitt.

Báðar eru þær með ofnæmisgalla og lömunareinkenni öðrum megin líkamans. Önnur þeirra hefur gengist undir eyrnaaðgerð og sú eldri bíður aðgerðar vegna blöðru við heila. Hildur segir erfitt að leita úrræða erlendis og rík þörf sé fyrir styrktarfélagið Óskabrunn.

Reikningsnúmer Óskabrunns er 0515-26-020106 kt 430909-0290.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×