Innlent

Sala orkufyrirtækja til einkaaðila glapræði

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Mynd/Valgarður Gíslason
Vinstri græn í Reykjavík fordæma fyrirætlanir meirihluta borgarstjórnar um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Sala orkufyrirtækja til einkaaðila sé glapræði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í Reykjavík í gær.

„Það er eindregin skoðun fundarins eins og þorra þjóðarinnar að orkufyrirtæki eigi að vera í almannaeigu. Nú þegar þjóðin stendur frammi fyrir tímabundnum erfiðleikum er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að standa vörð um auðlindir okkar og nýtingu þeirra til framtíðar. Sala orkufyrirtækja til einkaaðila undir þessum kringumstæðum er glapræði."

Vinstri græn í Reykjavík skora á borgarstjórn að hafna samningi Magma Energy Sweden við Orkuveitu Reykjavíkur og sinna þannig þeirri frumskyldu sinni að gæta hagsmuna almennings til langs tíma og standa vörð um samfélagsleg verðmæti, eins og segir í ályktun félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×