Innlent

Unnusta árásarmanns veittist að lögreglu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Átök urðu á milli tveggja manna á Strembugötu í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudagsins. Mennirnir voru á leið heim eftir að hafa verið að skemmta sér í Höllinni þegar annar þeirra sparkaði í höfuð hins.

Árásarmaðurinn var í framhaldi af því handtekinn og fékk að gista fangageymslu lögreglu. Áverkar þess sem fyrir árásinni varð voru ekki alvarlegir. Þá var kona sem var í fylgd með árásarmanninum einnig handtekin fyrir að hindra lögreglu að störfum og fyrir að veitast að lögreglu.

Málin eru að mestu upplýst en eru áfram í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×