Innlent

Papeyjarsmyglmenn áfram í gæsluvarðhaldi

Papeyjamenn í réttarsal.
Papeyjamenn í réttarsal.

Tveir sakborninga sem voru dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl í svokölluðu Papeyjarsmyglmáli, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald en þegar hafa þeir verið dæmdir í annarsvegar fimm og níu ára fangelsi.

Um var að ræða stórfellt smygl á annað hundrað kíló af fíkniefnum með skútu sem sigldi frá Hollandi til Íslands.

Mennirnir voru dæmdir í málinu í ágúst síðastliðnum. Þeir hafa áfrýjað málinu til Hæstaréttar Íslands en oft fá sakborningar frelsi þar til endanlegur dómur fellur þar.

Aftur á móti mat Hæstiréttur Íslands það sem svo að sakarefnið væri svo alvarlegt að það þjónaði almannahagsmunum að halda mönnunum áfram í gæsluvarðhaldinu.

Gæsluvarðhaldið rennur út þann 3. desember en þá hafa mennirnir setið í tæpa tíu mánuði í varðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×