Innlent

Frá Góðu fólki til samgönguráðherra

Ingvar Sverrisson er nýr aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Ingvar Sverrisson er nýr aðstoðarmaður samgönguráðherra.

Ingvar Sverrisson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður samgönguráðherra en samkvæmt heimildum Vísis var það í gær sem ráðningin var ákveðin.

Það er Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem er samgönguráðherra.

Ingvar var áður framkvæmdarstjóri auglýsingastofunnar Góðs fólks sem var í eigu auðmannsins Karls Wernessonar. Auglýsingastofan fór í þrot eftir að Milestone, í eigu Karls, fór í gjaldþrot.

Skuldir auglýsingastofunnar námu um 273 milljónum króna.

Sverrir hefur áður verið framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar auk þess sem hann sinnir trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna.

Svo má þess geta að bróðir Ingvars er leikarinn og skemmtikrafturinn Sveppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×