Innlent

Einungis ein þyrluáhöfn á vakt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar mun einungis geta flogið 20 sjómílur samkvæmt upplýsingum Vísis.
Þyrla Landhelgisgæslunnar mun einungis geta flogið 20 sjómílur samkvæmt upplýsingum Vísis.
Einungis ein áhöfn verður á vakt á þyrlu Landhelgisgæslunnar frá næsta föstudegi til mánaðarloka. Þetta staðfesti Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

Síðastliðin tvö ár hafa tvær áhafnir verið tiltækar en vegna niðurskurðar hjá Landhelgisgæslunni hafa stjórnendur hennar þurft að segja upp þyrluflugmönnum og öðru starfsfólki. Hluti uppsagnanna tók gildi í vor en nokkrir hættu um mánaðamótin ágúst/september.

Samkvæmt heimildum fréttastofu mun þyrla Landhelgisgæslunnar að hámarki geta flogið 20 sjómílur á haf út þegar einungis ein áhöfn er á vakt.

Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að ein helgi í lok mánaðarins sé algerlega ómönnuð þyrluáhöfn. Georg Lárusson segir að fundin verði lausn á því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×