Innlent

Síldarkvótinn að klárast

Veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum fer senn að ljúka þar sem skipin eru um það bil að klára kvóta sína. Einhver eru þegar búin, önnur í síðustu veiðiferð og nokkur eiga eitthvað meira eftir. Engin verkefni blasa við skipunum í bráð, að lokinni síldarvertíðinni, því líklega verða engar haustveiðar úr íslenska sumargots-síldarstofninum vegna sýkingar í stofninum annað árið í röð. Þá ríkir óvissa um loðnuvertíð upp úr áramótum, en sjómenn og útvegsmenn binda vonir við að gulldeplan hlaupi í skarðið eins og í fyrrahaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×